Með lengri frest til að bjóða í Man. Utd eftir ringulreið Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2023 07:32 Manchester United hefur verið í eigu bandarísku Glazer-fjölskyldunnar frá árinu 2005. EPA-EFE/JULIO MUNOZ Mennirnir tveir sem keppast um að kaupa Manchester United af Glazer-fjölskyldunni fengu frest til að skila inn betrumbættum tilboðum en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út í gærkvöld. Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út. Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Enskir miðlar á borð við Sky Sports og The Guardian lýsa gærkvöldinu sem fullu af dramatík og ringulreið en fresturinn til að skila inn tilboðum átti að renna út klukkan 21. Fljótlega kom hins vegar í ljós að Raine Group, fyrirtækið sem sér um söluna á Manchester United, hefði hvorki fengið tilboð frá katarska sjeiknum Jassim né Ineos í eigu Íslandsvinarins Sir Jim Ratcliffe. Samkvæmt BBC fóru báðir aðilar fram á aukinn frest til að leggja fram ný tilboð, sem Raine samþykkti, og telur BBC að atburðarásin skjóti stuðningsmönnum United skelk í bringu en mikil óánægja hefur lengi verið í þeirra röðum með bandarísku eigendurna. The Guardian segir að reiknað sé með að nýju tilboðin verði hærri en 4,5 milljarðar punda, sem hafi verið hæsta tilboð í fyrstu umferð tilboða. Heimildir miðilsins herma hins vegar að tilboðin nái ekki því verði sem Glazer-fjölskyldan hafi séð fyrir sér, sem sé hátt í 6 milljarðar punda. Engu að síður er ljóst að tilboðin munu hljóða upp á nýtt heimsmet en hæst hafa verið greiddir 3,71 milljarðar punda fyrir íþróttafélag þegar NFL-félagið Carolina Panthers var selt. Sjeikinn Jassim og Ratcliffe eru einu aðilarnir sem hafa opinberlega greint frá fyrirætlunum sínum um að kaupa Manchester United, og fulltrúar félagsins funduðu með báðum aðilum fyrr í þessum mánuði. The Guardian segir að þriðji kosturinn sem Glazer-fjölskyldan íhugi sé að halda meirihluta í félaginu en selja hluta til bandarísks vogunarsjóðs, en ljóst er að sá kostur hugnast meirihluta stuðningsmanna félagsins illa. Ekki liggur fyrir hvenær hinn framlengdi frestur til að skila inn tilboðum rennur út.
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira