Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru sex bílar á staðnum þar sem menn reyna að slá á eldinn.
Kjöraðstæður eru nú fyrir gróðurelda á suðvesturhorninu – mjög þurrt, kalt og gróður hefur ekki tekið við sér.


Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um gróðureld nærri Óttarsstöðum í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 13 í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði eru sex bílar á staðnum þar sem menn reyna að slá á eldinn.
Kjöraðstæður eru nú fyrir gróðurelda á suðvesturhorninu – mjög þurrt, kalt og gróður hefur ekki tekið við sér.