Rússar skjóta föstum skotum á utanríkisráðherra Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 17:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra heimsótti Úkraínu fyrr í mánuðinum. Vísir/Ívar Rússneska sendiráðið í Reykjavík skýtur föstum skotum á „nýja tísku“ í orðfæri íslenskra embættismanna í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu. Sendiráðið nefnir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra sérstaklega, sem notaði orðin „þið megið fokka ykkur,“ í tengslum við baráttuanda Úkraínumanna gegn Rússum. Orðin voru ekki hennar eigin, að sögn ráðherrans. Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“ Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Þórdís Kolbrún fór með tölu á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í Hörpu í gær, þar sem hún lýsti meðal annars heimsókn sinni til Úkraínu fyrir skömmu: „Úkraína neitaði að gefast upp: „Rússneski floti, þið megið fokka ykkur“ endurómaði um samfélagið,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Samkvæmt miðlinum á Þórdís Kolbrún að hafa sagt að orðbragðið væri ekki hennar eigið, enda væri það ráðherra ekki sæmandi. Rússneska sendiráðið virðist ekki hafa tekið mark á fyrirvara ráðherra og birti færslu á Facebook fyrr í dag, þar sem sendiráðið skýtur föstum skotum á meinta vanhæfni íslenskra stjórnvalda til að átta sig raunverulega á stöðunni í Úkraínu. „Orðbragð íslenskra embættismanna, nánar til tekið orð Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur utanríkisráðherra á ráðstefnu um alþjóðasamstarf og þjóðaröryggi í gær, hefur ekki farið fram hjá okkur. Þetta er lýsandi fyrir vanhæfni íslenskra stjórnvalda, bæði í tengslum við órökstudda gagnrýni í garð Rússa og vanhæfni til að sýna að þau átti sig á stöðunni. Við munum hafa þessa „nýjustu tísku“ í huga við mat á stöðu okkar í samskiptum við Ísland.“
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Reykjavík Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira