Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2023 07:30 Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun