Tölvupúki lét líkkistufélag ráðherra hverfa úr hagsmunaskrá Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2023 09:27 Innflutningsfyrirtæki í eigu Jóns Gunnarssonar datt út úr hagsmunaskráningu hans vegna ótengdra breytingar sem hann gerði á skráningunni vorið 2021 samkvæmt upplýsingum skrifstofu Alþingis. Vísir/Arnar Galli í tölvukerfi sem ráðherrar nota til þess að skrá hagsmuni sína olli því félag í eigu Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, féll út úr hagsmunaskráningu hans. Annar óþekktur galli veldur því að ráðherrann hefur ekki getað leiðrétt skráninguna. Við umræður um ákvörðun Jóns um að ræða við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstri bálstofu á Alþingi fyrr í þessum mánuði kom fram að ekki kæmi fram í hagsmunaskráningu hans að hann væri eigandi félags flytti inn og seldi líkkistur. Sökuðu þingmenn Pírata hann um hagsmunaárekstur í málinu. Félagið Mar Textil hafði þó verið á hagsmunaskráningu Jóns árið 2021. Jón sagði að skráningin á því hefði dottið út fyrir mistök einhverra hluta vegna. Skrifstofa Alþingis staðfestir nú að dálkur um svokallaða tekjumyndandi starfsemi hafi dottið út úr hagsmunaskráningu Jóns þegar hann gerði breytingar á henni í maí 2021. Það er rakið til galla í eldra kerfi sem þá var í notkun. Breytingar sem Jón gerði tengdust ekki Mar Textil heldur stjórnarsetu og hlutafjáreign í öðrum félögum. Heimildin sagði fyrst frá. Nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráningu var tekið í notkun í haust. Óþekktur galli í því veldur því ennfremur að dómsmálaráðherra hefur ekki getað lagfært hagsmunaskráninguna. Skrifstofa Alþingis segir að unnið sé að því að leysa það vandamál. Uppfært 11:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að skráning Mar Textil hefði dottið út þegar skrifstofa Alþingis tók í notkun nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráninguna árið 2022. Það rétta er að skráningin datt út þegar ráðherra gerði breytingar í eldra kerfi vorið 2021. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Við umræður um ákvörðun Jóns um að ræða við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma um að halda áfram rekstri bálstofu á Alþingi fyrr í þessum mánuði kom fram að ekki kæmi fram í hagsmunaskráningu hans að hann væri eigandi félags flytti inn og seldi líkkistur. Sökuðu þingmenn Pírata hann um hagsmunaárekstur í málinu. Félagið Mar Textil hafði þó verið á hagsmunaskráningu Jóns árið 2021. Jón sagði að skráningin á því hefði dottið út fyrir mistök einhverra hluta vegna. Skrifstofa Alþingis staðfestir nú að dálkur um svokallaða tekjumyndandi starfsemi hafi dottið út úr hagsmunaskráningu Jóns þegar hann gerði breytingar á henni í maí 2021. Það er rakið til galla í eldra kerfi sem þá var í notkun. Breytingar sem Jón gerði tengdust ekki Mar Textil heldur stjórnarsetu og hlutafjáreign í öðrum félögum. Heimildin sagði fyrst frá. Nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráningu var tekið í notkun í haust. Óþekktur galli í því veldur því ennfremur að dómsmálaráðherra hefur ekki getað lagfært hagsmunaskráninguna. Skrifstofa Alþingis segir að unnið sé að því að leysa það vandamál. Uppfært 11:00 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að skráning Mar Textil hefði dottið út þegar skrifstofa Alþingis tók í notkun nýtt kerfi fyrir hagsmunaskráninguna árið 2022. Það rétta er að skráningin datt út þegar ráðherra gerði breytingar í eldra kerfi vorið 2021.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira