Látum þau bara borga brúsann Þórarinn Eyfjörð skrifar 24. mars 2023 10:30 Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Við höfum séð hvernig skaðræðisáhrif stýrivaxtahækkana lenda á almennu launafólki; hækkun húsnæðislána, hækkun á þjónustu, hækkun á nauðsynjavörum og lækkun kaupmáttar. Við erum ekki í þessu saman eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur eru láglauna- og millitekjuhóparnir það fólk sem þessi hagstjórn bitnar verst á. Ungar fjölskyldur sem hafa á undanförnum árum fjárfest í dýru húsnæði eru komnar í mikinn vanda vegna ört vaxandi kaupmáttarrýrnunar því ríkisstjórnin vill ekki skattleggja fjármagnseigendur, hækka bankaskatt, gera kröfur á arð stórútgerðarinnar og stórfyrirtækja og allra síst styggja vini sína í fjármagnstekjukampavínsbaðinu. Hér er verið að hlífa breiðu bökunum og varpa ábyrgðinni á þá hópa samfélagsins sem bera nú þegar þyngstu byrðarnar. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Núverandi ríkisstjórn vinnur að sundrungu á vinnumarkaði og sundrungu í samfélaginu þegar við þurfum samstöðu til að mæta framtíðinni. Við þessar aðstæður vex verðbólgan hratt því fyrirtækin velta bæði stýrivaxtahækkunum og launahækkunum beint ofan í buddu almennings. Okkur er talin trú um að við búum við svokallaðan frjálsan markað en ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi reglulausan markað án eftirlits. Kjörveiðilendur kapítalistanna. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri umhugað um þjóðina myndi hún styrkja samstöðuna og vinna að jafnara samfélagi. Í samvinnu við fólkið í landinu, almennt launafólk, yrðu settar hér haldgóðar reglur um hinn frjálsa markað og réttláta skiptingu auðlegðar lands og þjóðar. Bankarnir stórgræða á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þrír stærstu bankarnir högnuðust um 70 milljarða króna á síðasta ári og vaxtatekjur þeirra, sem eru stærsta tekjulind bankanna, jukust um 24 prósent milli ára. Þá greiddu þessir þrír bankar sér út samtals 64,8 milljarða króna í arð og þar fór Arion banki hamförum í arðgreiðslum og greiddi út 32,3 milljarða til eigenda sinna. Nú er búið að semja að stærstum hluta við launafólk á almennum vinnumarkaði. Síðan þeir samningar voru undirritaðir hefur verðbólga aukist, stýrivextir hækkað og kaupmáttur launa dregist saman. Við þurfum ekki að kalla til neina sérfræðinga til að sjá að kjarasamningar sem undirritaðir voru eru brostnir í þessari ringulreið og úrræðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, sem vel á minnst kenna sig við félagshyggju. Þvílík öfugmæli. Horfum lengra fram í tímann þegar skammtímakjarasamningar á vinnumarkaði losna eftir u.þ.b. níu mánuði. Hvað blasir þá við? Það er ljóst að allur vinnumarkaðurinn mun gera kröfur um kaupmáttaraukningu og sanngjarnari skiptingu auðsins í landinu. Vel að merkja. Hvaða plan ætli ríkisstjórn Katrínar hafi til að mæta til leiks þá? Er masterplanið að láta almennt launafólk einfaldlega borga brúsann áfram? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Í vikunni hækkuðu stýrivextir um eitt prósentustig og ekki verður annað séð en að það sé meðvituð stefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að láta raðstýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands lenda sem mest og verst á almennu launafólki. Við höfum séð hvernig skaðræðisáhrif stýrivaxtahækkana lenda á almennu launafólki; hækkun húsnæðislána, hækkun á þjónustu, hækkun á nauðsynjavörum og lækkun kaupmáttar. Við erum ekki í þessu saman eins og ríkisstjórnin vill vera láta, heldur eru láglauna- og millitekjuhóparnir það fólk sem þessi hagstjórn bitnar verst á. Ungar fjölskyldur sem hafa á undanförnum árum fjárfest í dýru húsnæði eru komnar í mikinn vanda vegna ört vaxandi kaupmáttarrýrnunar því ríkisstjórnin vill ekki skattleggja fjármagnseigendur, hækka bankaskatt, gera kröfur á arð stórútgerðarinnar og stórfyrirtækja og allra síst styggja vini sína í fjármagnstekjukampavínsbaðinu. Hér er verið að hlífa breiðu bökunum og varpa ábyrgðinni á þá hópa samfélagsins sem bera nú þegar þyngstu byrðarnar. Þetta getur ekki haldið svona áfram. Núverandi ríkisstjórn vinnur að sundrungu á vinnumarkaði og sundrungu í samfélaginu þegar við þurfum samstöðu til að mæta framtíðinni. Við þessar aðstæður vex verðbólgan hratt því fyrirtækin velta bæði stýrivaxtahækkunum og launahækkunum beint ofan í buddu almennings. Okkur er talin trú um að við búum við svokallaðan frjálsan markað en ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi reglulausan markað án eftirlits. Kjörveiðilendur kapítalistanna. Ef ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur væri umhugað um þjóðina myndi hún styrkja samstöðuna og vinna að jafnara samfélagi. Í samvinnu við fólkið í landinu, almennt launafólk, yrðu settar hér haldgóðar reglur um hinn frjálsa markað og réttláta skiptingu auðlegðar lands og þjóðar. Bankarnir stórgræða á vaxtaákvörðunum Seðlabankans. Þrír stærstu bankarnir högnuðust um 70 milljarða króna á síðasta ári og vaxtatekjur þeirra, sem eru stærsta tekjulind bankanna, jukust um 24 prósent milli ára. Þá greiddu þessir þrír bankar sér út samtals 64,8 milljarða króna í arð og þar fór Arion banki hamförum í arðgreiðslum og greiddi út 32,3 milljarða til eigenda sinna. Nú er búið að semja að stærstum hluta við launafólk á almennum vinnumarkaði. Síðan þeir samningar voru undirritaðir hefur verðbólga aukist, stýrivextir hækkað og kaupmáttur launa dregist saman. Við þurfum ekki að kalla til neina sérfræðinga til að sjá að kjarasamningar sem undirritaðir voru eru brostnir í þessari ringulreið og úrræðaleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna, sem vel á minnst kenna sig við félagshyggju. Þvílík öfugmæli. Horfum lengra fram í tímann þegar skammtímakjarasamningar á vinnumarkaði losna eftir u.þ.b. níu mánuði. Hvað blasir þá við? Það er ljóst að allur vinnumarkaðurinn mun gera kröfur um kaupmáttaraukningu og sanngjarnari skiptingu auðsins í landinu. Vel að merkja. Hvaða plan ætli ríkisstjórn Katrínar hafi til að mæta til leiks þá? Er masterplanið að láta almennt launafólk einfaldlega borga brúsann áfram? Höfundur er formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu og 1. varaformaður BSRB.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar