Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Haukar 23-21 | Stjörnukonur gulltryggðu þriðja sætið Dagur Lárusson skrifar 25. mars 2023 18:22 Stjörnukonur fögnuðu sigrinum vel og innilega. Vísir/Snædís Bára Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag í hörkuleik þar sem lokatölur voru 23-21. Fyrir leikinn var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Haukar voru í sjötta sæti með tólf stig. Vísir/Snædís Bára Það voru gestirnir sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en staðan var 2-0 fyrir í Haukum þangað til á fimmtu mínútu þegar Stjarnan náði loksins að skora sitt fyrsta mark. Liðin skiptust á að vera með forystuna í fyrri hálfleiknum en oftast voru það Haukar sem voru með hana og var Ragnheiður Ragnarsdóttir sá til þess að Haukar færu með forystuna í hálfleikinn, staðan 10-11 í hálfleik. Vísir/Snædís Bára Í byrjun seinni hálfleiks mætti allt annað lið til leiks fyrir Stjörnuna en krafturinn í liðinu virtist hafa tvöfaldast í hálfleiknum. Helena, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir liði sínu á þessum kafla, bæði í vörn og sókn, og komst liðið í þriggja marka forystu, 14-11. Eftir það fóru stelpurnar í Haukum að taka við sér á ný og leikurinn jafnaðist út. Vísir/Snædís Bára Lokakaflinn í leiknum var spennuþrunginn þar sem liðin skiptust enn og aftur á því að vera með forystuna og markverðirnir voru í lykilhlutverki hjá sínum liðum. Darija varði hvert skotið á fætur öðru og það var hennar markvarsla sem lagði grunninn að sigri Stjörnunnar en lokatölur voru 23-21. Af hverju vann Stjarnan? Darija var hreint út sagt mögnuð í marki Stjörnunnar með nítján varin skot og hún var lykilinn að sigri Stjörnunnar í leik þar sem sókn Stjörnunnar var ekki upp á sitt besta. Hverjar stóðu uppúr? Darija með sín nítján varin skot en Helena fór einnig fyrir sínu liði í seinni hálfleiknum. Enn og aftur var síðan Elín Klara frábær í liði Hauka. Hvað fór illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á sitt besta. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Selfossi næstu helgi á meðan Haukar fara í Kórinn og spila við HK. Díana: Þurfum að skoða færanýtinguna Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.Vísir/Snædís Bára „Ég held að ég verði að segja að þetta séu sanngjörn úrslit þar sem þær skoruðu meira en við,” byrjaði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „En við klikkuðum auðvitað á alltof mörgum færum og það er það sem ég er aðallega ósátt með í dag. Mér fannst við spila góðan varnarleik nánast allan leikinn og við náum að skapa fullt af færum en erum einfaldlega ekki að nýta þau,” hélt Díana áfram. Darija fór á kostum í liði Stjörnunnar en Díana vildi þó ekki meina að hennar frammistaða ein og sér hafi ráðið úrslitunum. „Já en ég meina markvarslan var svo sem góð hjá okkur líka á köflum og hún Magga stóð fyrir sínu, varði held ég tvö vítaköst í röð og hélt okkur lengi vel inn í leiknum. En svona í grunninn er það aðallega bara færanýtingin hjá okkur sem við þurfum að skoða.” Díana vildi hrósa sínu liði. „Ég er sátt með það hvernig við mættum í leikinn, við vorum grimmar og ákveðnar og þrátt fyrir það að við lentum undir þá vorum við ekki að gefast upp,” endaði Díana á að segja. Hrannar: Góðir og slæmir kaflar Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Snædís Bára „Ég er sáttur með ákveðna kafla í leiknum en ósáttur með nokkra líka,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég er auðvitað mjög sáttur með tvö stig en eins og ég segi þá voru góðir og slæmir kaflar. Mér fannst til dæmis vörnin ekki nægilega sterk í fyrri hálfleiknum þó svo að hún Dariju hafi verið að taka mikið af dauðafærum. En í seinni hálfleiknum fannst mér við skrúfa aðeins fyrir og þær þurfti að fara í langskotin sem var einmitt það sem við vildum,” hélt Hrannar áfram að segja. Besti kafli Stjörnunnar í leiknum var fyrstu mínúturnar í seinni hálfleiknum en Hrannar vildi meina að þá hafi boltinn fengið að fljóta vel. „Já ég er sammála því, þetta var okkar besti kafli en þó fékk boltinn að fljóta vel og við náðum að opna þær og koma með alvöru árásir. Það var það sem mér fannst vanta í fyrri hálfleiknum, það var eitthvað slen yfir þessu þá.” Hrannar talaði að lokum um frammistöðu Dariju í markinu. „Það er svo dýrmætt að hafa hana í þessu liði, þetta er mikilvægasta staðan segja einhverjir. Hún er búin að vera frábær og hún er einn besti markvörðurinn í þessari deild,” endaði Hrannar á að segja. Olís-deild kvenna Haukar Stjarnan
Stjarnan fór með sigur af hólmi gegn Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag í hörkuleik þar sem lokatölur voru 23-21. Fyrir leikinn var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 27 stig á meðan Haukar voru í sjötta sæti með tólf stig. Vísir/Snædís Bára Það voru gestirnir sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en staðan var 2-0 fyrir í Haukum þangað til á fimmtu mínútu þegar Stjarnan náði loksins að skora sitt fyrsta mark. Liðin skiptust á að vera með forystuna í fyrri hálfleiknum en oftast voru það Haukar sem voru með hana og var Ragnheiður Ragnarsdóttir sá til þess að Haukar færu með forystuna í hálfleikinn, staðan 10-11 í hálfleik. Vísir/Snædís Bára Í byrjun seinni hálfleiks mætti allt annað lið til leiks fyrir Stjörnuna en krafturinn í liðinu virtist hafa tvöfaldast í hálfleiknum. Helena, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir liði sínu á þessum kafla, bæði í vörn og sókn, og komst liðið í þriggja marka forystu, 14-11. Eftir það fóru stelpurnar í Haukum að taka við sér á ný og leikurinn jafnaðist út. Vísir/Snædís Bára Lokakaflinn í leiknum var spennuþrunginn þar sem liðin skiptust enn og aftur á því að vera með forystuna og markverðirnir voru í lykilhlutverki hjá sínum liðum. Darija varði hvert skotið á fætur öðru og það var hennar markvarsla sem lagði grunninn að sigri Stjörnunnar en lokatölur voru 23-21. Af hverju vann Stjarnan? Darija var hreint út sagt mögnuð í marki Stjörnunnar með nítján varin skot og hún var lykilinn að sigri Stjörnunnar í leik þar sem sókn Stjörnunnar var ekki upp á sitt besta. Hverjar stóðu uppúr? Darija með sín nítján varin skot en Helena fór einnig fyrir sínu liði í seinni hálfleiknum. Enn og aftur var síðan Elín Klara frábær í liði Hauka. Hvað fór illa? Sóknarleikur beggja liða var ekki upp á sitt besta. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er gegn Selfossi næstu helgi á meðan Haukar fara í Kórinn og spila við HK. Díana: Þurfum að skoða færanýtinguna Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka.Vísir/Snædís Bára „Ég held að ég verði að segja að þetta séu sanngjörn úrslit þar sem þær skoruðu meira en við,” byrjaði Díana Guðjónsdóttir, þjálfari Hauka, að segja eftir leik. „En við klikkuðum auðvitað á alltof mörgum færum og það er það sem ég er aðallega ósátt með í dag. Mér fannst við spila góðan varnarleik nánast allan leikinn og við náum að skapa fullt af færum en erum einfaldlega ekki að nýta þau,” hélt Díana áfram. Darija fór á kostum í liði Stjörnunnar en Díana vildi þó ekki meina að hennar frammistaða ein og sér hafi ráðið úrslitunum. „Já en ég meina markvarslan var svo sem góð hjá okkur líka á köflum og hún Magga stóð fyrir sínu, varði held ég tvö vítaköst í röð og hélt okkur lengi vel inn í leiknum. En svona í grunninn er það aðallega bara færanýtingin hjá okkur sem við þurfum að skoða.” Díana vildi hrósa sínu liði. „Ég er sátt með það hvernig við mættum í leikinn, við vorum grimmar og ákveðnar og þrátt fyrir það að við lentum undir þá vorum við ekki að gefast upp,” endaði Díana á að segja. Hrannar: Góðir og slæmir kaflar Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.Vísir/Snædís Bára „Ég er sáttur með ákveðna kafla í leiknum en ósáttur með nokkra líka,” byrjaði Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir leik. „Ég er auðvitað mjög sáttur með tvö stig en eins og ég segi þá voru góðir og slæmir kaflar. Mér fannst til dæmis vörnin ekki nægilega sterk í fyrri hálfleiknum þó svo að hún Dariju hafi verið að taka mikið af dauðafærum. En í seinni hálfleiknum fannst mér við skrúfa aðeins fyrir og þær þurfti að fara í langskotin sem var einmitt það sem við vildum,” hélt Hrannar áfram að segja. Besti kafli Stjörnunnar í leiknum var fyrstu mínúturnar í seinni hálfleiknum en Hrannar vildi meina að þá hafi boltinn fengið að fljóta vel. „Já ég er sammála því, þetta var okkar besti kafli en þó fékk boltinn að fljóta vel og við náðum að opna þær og koma með alvöru árásir. Það var það sem mér fannst vanta í fyrri hálfleiknum, það var eitthvað slen yfir þessu þá.” Hrannar talaði að lokum um frammistöðu Dariju í markinu. „Það er svo dýrmætt að hafa hana í þessu liði, þetta er mikilvægasta staðan segja einhverjir. Hún er búin að vera frábær og hún er einn besti markvörðurinn í þessari deild,” endaði Hrannar á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti