Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 21:00 Kjartan og Sævar segja starfsmenn fiskbúða fagna því að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. stöð 2 Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN. Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hugmyndin kviknaði í áfanga í frumkvöðlafræði við Verzlunarskóla Íslands en strákana langaði til að þróa vöru þar sem vannýtt auðlind væri í fyrirrúmi. Þar koma fiskbein til sögunnar og datt þeim í hug að nýta næringarefni sem finnast í beinunum í matvælaframleiðslu. Saltið varð fyrir valinu þar sem um er að ræða vöru sem flestir neyta daglega. „Þetta er í rauninni góð leið til að troða næringarefnum í vöru sem annars væri næringarsnauð, það er eiginlega bara málið,“ sagði Sævar M. Gestsson, nemandi við Verzlunarskólann og framkvæmdastjóri BEIN. Beinin eru þurrkuð.aðsend Varan sem þeir hafa nú þróað og framleitt heitir BEIN en ólíkt hefðbundnu sjávarsalti er saltið stútfullt af næringarefnum úr fiskbeinunum á borð við kalíum, sink og fosfór auk þess sem beinin eru um 37 prósent prótein. Hópurinn fékk vöruna afhenda í gærkvöld. Strákarnir sáu um framleiðslu og þróun hennar auk þess sem þeir hönnuðu umbúðirnar og sjá um alla markaðssetningu. „Það kemur mér veruleg á óvart hversu vel fólk er að taka í þetta. Fisksalarnir eru rosalega ánægðir að fá einhverja nýtingu á þessu bein því þeir henda mörgum tonnum af beinum á dag,“ segir Sævar. Strákarnir hönnuðu umbúðirnar sjálfir. aðsend Vöruna selja þeir á Instagram auk þess sem kynning og sala fer fram á vörumessu í Smáralind á morgun - en strákarnir segja markmiðið að koma vörunni á markað. „Svo væri það líka skemmtilegt að koma þessu út, erlendis til að vekja athygli á að við þurfum að nýta fiskbeinin. Ég held að nýtingin úti sé ekki jafn góð og hérna heima,“ segir Kjartan Sigurðarson, nemandi við Verzlunarskólann og sölustjóri BEIN.
Matvælaframleiðsla Skóla - og menntamál Nýsköpun Framhaldsskólar Reykjavík Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira