„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Máni Snær Þorláksson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. mars 2023 16:52 Þessir herramenn áttu fótum sínum fjör að launa. Christiaan Bragi Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Garðabær Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Garðabær Slökkvilið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira