Honum tókst að landa eftirsóttri stöðu við Sinfóníuhljómsveitina í Tel Aviv og flutti með allt sitt hafurtask á þennan umbrotastað á hnettinum. Í þættinum kynntist Lóa lífi Ara og Effy sambýlismanns hans í regnbogavænu samfélaginu í dýrustu borg heims.
Tel Aviv er dýrasta borg heims og borgar þeir til að mynda yfir þrjú hundruð þúsund í leigu, fyrir íbúð í minni kantinum.
Matarkarfan er heldur betur dýr og eftir fjórar þáttaraðir fann Lóa loks dýrari matarkörfu en hér á landi, í Tel Aviv eins og sjá má hér að neðan.