Samskiptastjóri Carbfix var efasemdamaður í loftslagsmálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:34 Ólafur Teitur Guðnason er samskiptastjóri Carbfix. Carbfix „Það er alveg kristaltært í mínum huga að loftslagsváin er ein alvarlegasta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Við höfum stefnt lífsskilyrðum til framtíðar í stórhættu og á okkur öllum hvílir þung ábyrgð um að bregðast hratt og afgerandi við.“ Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira
Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Sjá meira