Ummerki um fleiri flóð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2023 09:52 Aðstæður voru erfiðar í Neskaupstað í gær. Mynd/Landsbjörg Snjóathugunarmenn Veðurstofunnar eru byrjaðir að skoða aðstæður á Austfjörðum eftir snjóflóð gærdagsins. Ummerki eru um að fleiri snjóflóð hafi fallið fyrir ofan Neskaupstað en þau sem vart varð við í gær. Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofunnar, þar sem fjallað er um snjóflóð gærdagsins. Veður hefur skánað á Austfjörðum sem hefur gefið snjóathugunarmönnum færi á að kanna aðstæður. „Í Neskaupstað hafa ummerki sést um fleiri snjóflóð eftir að skyggni batnaði. Stórt flóð féll úr Bakkagili en það náði ekki húsum. Snjóflóð féll einnig úr Skágili og lenti utan í skógrækt og síðan á varnarkeilum og alla leið niður á varnargarðinn undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum. Áður var vitað um snjóflóð úr Nesgili sem féll á fjölbýlishús við Víðimýri í gærmorgun og snjóflóð úr Miðstrandargili (Miðstrandarskarði) sem féll út í sjó meðfram leiðigarði innan við þéttbýlið. Einnig fór snjóflóð yfir veg í Fannardal,“ segir á vef Veðurstofunnar. Engin snjóflóð hafa sést á Eskifirði en þar var ráðist í rýmingu í gær af öryggisástæðum. Eitt snjóflóð náði út á veg við álverið í Reyðarfirði. Mynd sem sýnir varðargarðana fyrir ofan Neskaupstað. Ljóst er að að minnsta kosti eitt snjóflóð fór alla leið að einum varnargarðinum undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum.Vísir/Vilhelm Á Seyðisfirði féll snjóflóð úr Bjólfsöxl á mannlaust hús utan við þéttbýlið, og talið er að fleiri flóð hafi fallið í Bjólfi en að þau hafi verið lítil. Mörg þessara flóða eru frekar þunn og virðast hafa farið hratt og getur verið erfitt að sjá ummerki um þau þegar birtuskilyrði eru slæm. „Mikill snjór er til fjalla víða á svæðinu og veikleiki virðist vera útbreiddur. Rýmingar eru í gildi í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði. Veður ætti að haldast þokkalegt í dag og dregið hefur verulega úr snjóflóðahættu frá því í gær, en ekki er hægt að útiloka stöku snjóflóð á meðan ennþá éljar og skefur aðeins til fjalla. Á morgun bætir í úrkomu á ný með vaxandi vindi í austlægri átt. Spáð er mikilli úrkomu fram á laugardag. Heldur hlýnar og gæti orðið slydda í byggð en snjókoma til fjalla. Viðbúið er að snjóflóðahætta aukist á ný á Austfjörðum í þessu veðri.“ Snjóflóð í Neskaupstað Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. 27. mars 2023 18:45 Fara af neyðarstigi á hættustig Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig. 27. mars 2023 19:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærslu á vef Veðurstofunnar, þar sem fjallað er um snjóflóð gærdagsins. Veður hefur skánað á Austfjörðum sem hefur gefið snjóathugunarmönnum færi á að kanna aðstæður. „Í Neskaupstað hafa ummerki sést um fleiri snjóflóð eftir að skyggni batnaði. Stórt flóð féll úr Bakkagili en það náði ekki húsum. Snjóflóð féll einnig úr Skágili og lenti utan í skógrækt og síðan á varnarkeilum og alla leið niður á varnargarðinn undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum. Áður var vitað um snjóflóð úr Nesgili sem féll á fjölbýlishús við Víðimýri í gærmorgun og snjóflóð úr Miðstrandargili (Miðstrandarskarði) sem féll út í sjó meðfram leiðigarði innan við þéttbýlið. Einnig fór snjóflóð yfir veg í Fannardal,“ segir á vef Veðurstofunnar. Engin snjóflóð hafa sést á Eskifirði en þar var ráðist í rýmingu í gær af öryggisástæðum. Eitt snjóflóð náði út á veg við álverið í Reyðarfirði. Mynd sem sýnir varðargarðana fyrir ofan Neskaupstað. Ljóst er að að minnsta kosti eitt snjóflóð fór alla leið að einum varnargarðinum undir Drangagili. Úr Ytra-Tröllagili fór snjóflóð sem nær niður að varnarkeilum.Vísir/Vilhelm Á Seyðisfirði féll snjóflóð úr Bjólfsöxl á mannlaust hús utan við þéttbýlið, og talið er að fleiri flóð hafi fallið í Bjólfi en að þau hafi verið lítil. Mörg þessara flóða eru frekar þunn og virðast hafa farið hratt og getur verið erfitt að sjá ummerki um þau þegar birtuskilyrði eru slæm. „Mikill snjór er til fjalla víða á svæðinu og veikleiki virðist vera útbreiddur. Rýmingar eru í gildi í Neskaupstað, á Eskifirði og Seyðisfirði. Veður ætti að haldast þokkalegt í dag og dregið hefur verulega úr snjóflóðahættu frá því í gær, en ekki er hægt að útiloka stöku snjóflóð á meðan ennþá éljar og skefur aðeins til fjalla. Á morgun bætir í úrkomu á ný með vaxandi vindi í austlægri átt. Spáð er mikilli úrkomu fram á laugardag. Heldur hlýnar og gæti orðið slydda í byggð en snjókoma til fjalla. Viðbúið er að snjóflóðahætta aukist á ný á Austfjörðum í þessu veðri.“
Snjóflóð í Neskaupstað Veður Almannavarnir Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14 Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. 27. mars 2023 18:45 Fara af neyðarstigi á hættustig Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig. 27. mars 2023 19:15 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Sjá meira
„Hún vaknaði upp við það að glugginn og flóðið kemur yfir hana“ Þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í morgun og þá hafa snjóflóð fallið í Mjóafirði og á Reyðarfirði utan byggðar. Íbúi í Neskaupstað segir atburðina erfiða fyrir marga og áminning um mannskæð snjóflóð í bænum fyrir hálfri öld. 27. mars 2023 23:46
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. 27. mars 2023 21:14
Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. 27. mars 2023 18:45
Fara af neyðarstigi á hættustig Þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað í morgun var neyðarstigi Almannavarna lýst yfir. Nú hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að fara af neyðarstigi niður á hættustig. 27. mars 2023 19:15