Kröfu KV hafnað og Ægir mun eiga lið í næstefstu deild Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2023 12:59 Ægismenn verða með í Lengjudeildinni í sumar. Facebook/@aegirfc Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu Knattspyrnufélags Vesturbæjar þess efnis að félagið fái sæti í Lengjudeild karla í fótbolta í sumar - sætið sem losnaði þegar Kórdrengir lögðu upp laupana. Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað. Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
Það virðist því loks orðið ljóst, nú þegar rúmur mánuður er í að keppni í Lengjudeildinni hefjist, hvaða tólf lið verða í deildinni en stjórn KSÍ hafði tekið ákvörðun um það í febrúar að veita Ægi sæti í Lengjudeildinni. Ægismenn enduðu í 3. sæti 2. deildar á síðustu leiktíð en KV endaði í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar og féll. Krafa KV byggði meðal annars á því að í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir, í grein 23.1.12.C: „Ef sæti losnar í 1. deild vegna þess að umsókn um þátttökuleyfi var hafnað skal liðið sem féll úr deildinni árið áður og var í næstneðsta sæti, taka lausa sætið ef það uppfyllir skilyrði til þátttökuleyfis í 1. deild, ella liðið sem varð í neðsta sæti, og síðan liðið sem varð í 3. sæti í 2. deild, o.s.frv.“ Aganefndin tók hins vegar undir sjónarmið stjórnar KSÍ um að þátttökutilkynning Kórdrengja hefði ekki verið tekin til greina og að miða ætti við hina almennu reglu í grein 23.1.11, þar sem segir að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan skuli flytjast upp. Í úrskurðinum kemur fram að Kórdrengir hafi sent inn undirritaða þátttökutilkynningu 7. febrúar, tæpum mánuði eftir að frestur til þess rann út. Þar var Kaplakrikavöllur, heimavöllur FH, tilgreindur sem heimavöllur Kórdrengja en KSÍ fékk staðfestingu á því frá FH 16. febrúar að Kórdrengir myndu ekki spila á Kaplakrikavelli. Kórdrengir hafi þá fengið sólarhrings frest til að tilkynna um nýjan heimavöll en ekki gert það og á fundi stjórnar KSÍ 18. febrúar var ákveðið að taka þátttökutilkynningu Kódrengja ekki til greina, og bjóða Ægismenn velkomna í næstefstu deild. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. KV hefur nú þrjá daga til að ákveða hvort að honum verði áfrýjað.
Lengjudeild karla KV Ægir Tengdar fréttir KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00 Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31 Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31 Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Fleiri fréttir Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Sjá meira
KV gefst ekki upp: Segir stóra málið að KSÍ hafi ekki farið eftir reglum Þó að aðeins 50 dagar séu þar til að keppni í Lengjudeild karla í fótbolta ríkir enn ákveðin óvissa um hvaða lið spila þar. KV hefur skotið til baka kæru til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og krefst áframhaldandi sætis í deildinni, sem þó er ekki víst að félagið þiggi. 15. mars 2023 14:00
Ægir mun spila í Lengjudeildinni - Kæru KV vísað frá Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur vísað frá kæru KV á hendur KSÍ vegna ákvörðunar stjórnar KSÍ frá 18. febrúar þar sem stjórnin staðfesti að þátttökutilkynning Kórdrengja í mótin 2023 yrði ekki tekin til greina. 10. mars 2023 22:31
Kórdrengir verða ekki með og Ægir fær sæti í Lengjudeildinni Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur staðfest að Kórdrengir munu ekki taka þátt á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Kórdrengir voru með lið í Lengjudeildinni síðasta sumar, en Ægir frá Þorlákshöfn tekur sæti þeirra í næst efstu deild. 18. febrúar 2023 13:31