Þrjátíu daga skilorð fyrir árás á fyrrverandi kærustu: „Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. mars 2023 18:07 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum unnustu sína á heimili sínu á Akureyri. Árásin átti sér stað í september 2021. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi rifið í peysu sem konan var í og í hár hennar og kýlt hana í magann, með þeim afleiðingum að hún hlut maráverka og eymsli á kvið, eymsli og verki í höfði, baki og öxlum og sjáanlega skerta hreyfigetu við hálssnúning til vinstri og við að halla höfði til vinstri. Sagðist hafa verið að varna konunni inngöngu Fyrir dómi bar manninum og konunni saman um að til átaka hefði komið á milli þeirra í umrætt sinn, sem hefði verið með þeim hætti að maðurinn beitti valdi þegar hann vísaði konunni á brott af heimili sínu.Þeim bar hins vegar ekki saman um hvort maðurinn hefði í átökunum ráðist á konuna með þeim hætti sem greint var frá í ákærunni. Konan sagði samband hennar og mannsins hafa hafist í mars 2021 en því hefði verið lokið áður en árásin átti sér stað. Sagði hún sambandið hafa verið erfitt og að maðurinn hefði beitt hana andlegu ofbeldi og stjórnað henni. Sagði að hún að umrætt kvöld hefði maðurinn sent henni skilaboð þess efnis að hann ætlaði að skaða sjálfan sig. Hún hafi svarað skilaboðunum og reynt að árangurslaust að ná sambandi við manninn, en hann ekki svarað. Hún hafi þá farið heim til hans og eftir að hún hafi margoft bankað á íbúðarhurðina hafi maðurinn komið til dyra. Hann hafi verið ölvaður og æstur og ráðist strax á hana og kýlt hana í magann. Þá sagði hún að hún og maðurinn hefðu verið í samskiptum eftir þetta í stuttan tíma og hist sjaldan. Hann hafi ætlað að fá hana til að kæra þetta ekki og orðið mjög reiður þegar hann hafi áttað sig á að málið héldi engu að síður áfram. Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann hefði einungis verið að varna konunni inngöngu, eftir að hún hafi komið óboðin að heimili hans og ætlað þar inn gegn vilja hans. Hún hafi ögrað honum og hann beitt valdi til að snúa henni við og ýta henni áleiðis út. Hann kunni að hafa snert hár hennar og komið við hnakkann, er hann hafi tekið í peysu hennar og um axlir og ýtt henni út. Fram kemur að daginn eftir atvikið hafi konan sent manninum eftirfarandi skilaboð: „Eins mikið og ég er ástfangin af þér og elska þig mikið þá höndla ég ekki þennan virka alka. Kviðurinn er marinn. Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei. Boltinn er eiginlega hjá þér, hvort þú viljir taka á þínum málum, drykkju og andlegri heilsu.“ Sakaferill ekki talinn hafa þýðingu Engin vitni urðu að átökum mannsins og konunnar. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi máls og framburður hans fyrir dómi hafi ekki ótrúverðugur. Framburður konunnar hafi að sama skapi verið stöðugur frá upphafi og þótti framburður hennar fyrir dómi trúverðugur. Þá þótti framburður konunnar fá stoð í áverkavottorði og vitnisburði læknis sem skoðaði hana á bráðamóttöku, en maráverkar á kvið hennar þóttu samræmast frásögn hennar um að maðurinn hefði kýlt hana í magann. Þá þótti það einnig styðja framburð hennar að hún hafði samband við lögreglu þegar í stað eftir atvikið. Dómurinn taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gengið lengra í valdbeitingu sinni gagnvart konunni en hann hefði viðurkennt, og gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, að því undanskildu að upplýst var fyrir dómi að hann hefði ekki rifið í hár hennar. Sakaferill mannsins þótti ekki hafa þýðingu við ákvörðun refsingar, og þá leit dómurinn til þess að atlaga mannsins var minniháttar og að tilefni valdbeitingar hans var að varna konunni inngöngu á heimili hans. Konan kvaðst hafa glímt við andlegar afleiðingar á borð við áfallastreituröskun og kvíða í kjölfar árásarinnar en í niðurstöðu dómsins kemur þó fram að gögn málsins séu á reiki um ótta sem konan kvaðst hafa upplifað gagnvart manninum og áhrif atviksins á félagslega virkni hennar. Auk skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar er manninum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra. Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi rifið í peysu sem konan var í og í hár hennar og kýlt hana í magann, með þeim afleiðingum að hún hlut maráverka og eymsli á kvið, eymsli og verki í höfði, baki og öxlum og sjáanlega skerta hreyfigetu við hálssnúning til vinstri og við að halla höfði til vinstri. Sagðist hafa verið að varna konunni inngöngu Fyrir dómi bar manninum og konunni saman um að til átaka hefði komið á milli þeirra í umrætt sinn, sem hefði verið með þeim hætti að maðurinn beitti valdi þegar hann vísaði konunni á brott af heimili sínu.Þeim bar hins vegar ekki saman um hvort maðurinn hefði í átökunum ráðist á konuna með þeim hætti sem greint var frá í ákærunni. Konan sagði samband hennar og mannsins hafa hafist í mars 2021 en því hefði verið lokið áður en árásin átti sér stað. Sagði hún sambandið hafa verið erfitt og að maðurinn hefði beitt hana andlegu ofbeldi og stjórnað henni. Sagði að hún að umrætt kvöld hefði maðurinn sent henni skilaboð þess efnis að hann ætlaði að skaða sjálfan sig. Hún hafi svarað skilaboðunum og reynt að árangurslaust að ná sambandi við manninn, en hann ekki svarað. Hún hafi þá farið heim til hans og eftir að hún hafi margoft bankað á íbúðarhurðina hafi maðurinn komið til dyra. Hann hafi verið ölvaður og æstur og ráðist strax á hana og kýlt hana í magann. Þá sagði hún að hún og maðurinn hefðu verið í samskiptum eftir þetta í stuttan tíma og hist sjaldan. Hann hafi ætlað að fá hana til að kæra þetta ekki og orðið mjög reiður þegar hann hafi áttað sig á að málið héldi engu að síður áfram. Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann hefði einungis verið að varna konunni inngöngu, eftir að hún hafi komið óboðin að heimili hans og ætlað þar inn gegn vilja hans. Hún hafi ögrað honum og hann beitt valdi til að snúa henni við og ýta henni áleiðis út. Hann kunni að hafa snert hár hennar og komið við hnakkann, er hann hafi tekið í peysu hennar og um axlir og ýtt henni út. Fram kemur að daginn eftir atvikið hafi konan sent manninum eftirfarandi skilaboð: „Eins mikið og ég er ástfangin af þér og elska þig mikið þá höndla ég ekki þennan virka alka. Kviðurinn er marinn. Ég get ekki leyft neinum að leggja á mig hendur, aldrei. Boltinn er eiginlega hjá þér, hvort þú viljir taka á þínum málum, drykkju og andlegri heilsu.“ Sakaferill ekki talinn hafa þýðingu Engin vitni urðu að átökum mannsins og konunnar. Fram kemur í dómnum að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi máls og framburður hans fyrir dómi hafi ekki ótrúverðugur. Framburður konunnar hafi að sama skapi verið stöðugur frá upphafi og þótti framburður hennar fyrir dómi trúverðugur. Þá þótti framburður konunnar fá stoð í áverkavottorði og vitnisburði læknis sem skoðaði hana á bráðamóttöku, en maráverkar á kvið hennar þóttu samræmast frásögn hennar um að maðurinn hefði kýlt hana í magann. Þá þótti það einnig styðja framburð hennar að hún hafði samband við lögreglu þegar í stað eftir atvikið. Dómurinn taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði gengið lengra í valdbeitingu sinni gagnvart konunni en hann hefði viðurkennt, og gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru, að því undanskildu að upplýst var fyrir dómi að hann hefði ekki rifið í hár hennar. Sakaferill mannsins þótti ekki hafa þýðingu við ákvörðun refsingar, og þá leit dómurinn til þess að atlaga mannsins var minniháttar og að tilefni valdbeitingar hans var að varna konunni inngöngu á heimili hans. Konan kvaðst hafa glímt við andlegar afleiðingar á borð við áfallastreituröskun og kvíða í kjölfar árásarinnar en í niðurstöðu dómsins kemur þó fram að gögn málsins séu á reiki um ótta sem konan kvaðst hafa upplifað gagnvart manninum og áhrif atviksins á félagslega virkni hennar. Auk skilorðsbundinnar fangelsisrefsingar er manninum gert að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra.
Heimilisofbeldi Dómsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira