Yfirmaður Grétars í langt bann frá öllum fótbolta en átti að finna arftaka Conte Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2023 11:31 Grétar Rafn Steinsson og Fabio Paratici ræða málin en Grétar var ráðinn sem frammistöðustjóri, eða „performance director“, hjá Tottenham síðasta sumar. Getty/Simon Stacpoole Bannið langa frá fótbolta sem að Ítalinn Fabio Paratici, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, var úrskurðaður í á Ítalíu hefur nú verið útvíkkað þannig að það nái til fótbolta alls staðar í heiminum. Enskir fjölmiðlar greina frá því að staða Paratici, sem er nánasti yfirmaður Grétars Rafns Steinssonar, sé í algjörri óvissu hjá Tottenham eftir að FIFA tilkynnti í dag að beiðni ítalska knattspyrnusambandsins um útvíkkun bannsins hefði verið samþykkt. Paratici var dæmdur í 30 mánaða bann frá fótbolta vegna sinnar þátttöku í því að falsa bókhald Juventus, sem í vetur leiddi til þess að fimmtán stig voru dregin af Juventus í ítölsku A-deildinni. Spurs' search for a manager may have to be done without their director of football.#TelegraphFootball | #THFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 29, 2023 Paratici fékk þyngstu refsinguna af þeim tólf einstaklingum sem var refsað vegna málsins en upphaflega átti bann þeirra frá fótbolta aðeins að gilda á Ítalíu. FIFA hefur hins vegar breytt því. Þessum fregnum er líst sem miklu áfalli fyrir Tottenham í Daily Mail þar sem segir að Paratici hafi átt að fara fyrir leitinni að nýjum knattspyrnustjóra í stað Antonio Conte sem nú hefur kvatt félagið. FIFA statement on Fabio Paratici Following a request by Italian FA, the disciplinary committee has decided to extend sanctions imposed on several football officials to have worldwide effect .Appeal will be crucial to understand Tottenham director s future. #THFC pic.twitter.com/nEaJ5c56QD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2023 Samkvæmt Sky Sports má Paratici núna ekki taka neinn þátt í viðskiptum með leikmenn. Hann má ekki tala við umboðsmenn eða gera samninga, sem er stór hluti af hans starfslýsingu sem yfirmaður knattspyrnumála, en má starfa innan Tottenham og mæta þar á fundi. Beðið er viðbragða frá Tottenham við tíðindum dagsins. Þrjátíu mánaða bannið sem Fabio Paratici var úrskurðaður í gildir núna um allan heim.Getty/Simon Stacpoole Í gær var viðtal við Paratici birt á heimasíðu Tottenham þar sem hann sagði félagið vera einbeitt í því að stefna fram á við eftir brotthvarf Conte sem hafði stýrt liðinu í 16 mánuði. Cristian Stellini mun stýra Tottenham til loka leiktíðarinnar með aðstoð Ryan Mason. Paratici, sem er fimmtugur, starfaði í ellefu ár hjá Juventus og þar af þrjú ár sem yfirmaður knattspyrnumála á árunum 2018-2021, áður en hann kom til Tottenham. Paratici og Juventus hafa áfrýjað úrskurði ítalska knattspyrnusambandsins og til stendur að málið verði tekið fyrir hjá ítölsku ólympíunefndinni 19. apríl. Enski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum. 21. janúar 2023 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Enskir fjölmiðlar greina frá því að staða Paratici, sem er nánasti yfirmaður Grétars Rafns Steinssonar, sé í algjörri óvissu hjá Tottenham eftir að FIFA tilkynnti í dag að beiðni ítalska knattspyrnusambandsins um útvíkkun bannsins hefði verið samþykkt. Paratici var dæmdur í 30 mánaða bann frá fótbolta vegna sinnar þátttöku í því að falsa bókhald Juventus, sem í vetur leiddi til þess að fimmtán stig voru dregin af Juventus í ítölsku A-deildinni. Spurs' search for a manager may have to be done without their director of football.#TelegraphFootball | #THFC— Telegraph Football (@TeleFootball) March 29, 2023 Paratici fékk þyngstu refsinguna af þeim tólf einstaklingum sem var refsað vegna málsins en upphaflega átti bann þeirra frá fótbolta aðeins að gilda á Ítalíu. FIFA hefur hins vegar breytt því. Þessum fregnum er líst sem miklu áfalli fyrir Tottenham í Daily Mail þar sem segir að Paratici hafi átt að fara fyrir leitinni að nýjum knattspyrnustjóra í stað Antonio Conte sem nú hefur kvatt félagið. FIFA statement on Fabio Paratici Following a request by Italian FA, the disciplinary committee has decided to extend sanctions imposed on several football officials to have worldwide effect .Appeal will be crucial to understand Tottenham director s future. #THFC pic.twitter.com/nEaJ5c56QD— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 29, 2023 Samkvæmt Sky Sports má Paratici núna ekki taka neinn þátt í viðskiptum með leikmenn. Hann má ekki tala við umboðsmenn eða gera samninga, sem er stór hluti af hans starfslýsingu sem yfirmaður knattspyrnumála, en má starfa innan Tottenham og mæta þar á fundi. Beðið er viðbragða frá Tottenham við tíðindum dagsins. Þrjátíu mánaða bannið sem Fabio Paratici var úrskurðaður í gildir núna um allan heim.Getty/Simon Stacpoole Í gær var viðtal við Paratici birt á heimasíðu Tottenham þar sem hann sagði félagið vera einbeitt í því að stefna fram á við eftir brotthvarf Conte sem hafði stýrt liðinu í 16 mánuði. Cristian Stellini mun stýra Tottenham til loka leiktíðarinnar með aðstoð Ryan Mason. Paratici, sem er fimmtugur, starfaði í ellefu ár hjá Juventus og þar af þrjú ár sem yfirmaður knattspyrnumála á árunum 2018-2021, áður en hann kom til Tottenham. Paratici og Juventus hafa áfrýjað úrskurði ítalska knattspyrnusambandsins og til stendur að málið verði tekið fyrir hjá ítölsku ólympíunefndinni 19. apríl.
Enski boltinn Tengdar fréttir Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01 „Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02 Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum. 21. janúar 2023 10:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Sjá meira
Stigafrádráttur hjá Juventus og Mourinho vill þrjú stig í stórafmælisgjöf Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli. 27. janúar 2023 17:01
„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. 25. janúar 2023 16:02
Juventus áfrýjar fimmtán stiga refsingunni Ítalska stórveldið Juventus hefur áfrýjað ákvörðun ítalska knattspyrnusambandsins um að fimmtán stig skuli dregin af liðinu fyrir brot á félagsskiptareglum. 21. janúar 2023 10:00