Sænskar sættir: „Ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 16:00 Janne Andersson og Bojan Djordjic skildu sáttir. expressen Sættir hafa náðst í deilu þjálfara sænska karlalandsliðsins í fótbolta, Janne Andersson, og Bojan Djordjic. Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“ Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Andersson gekk út úr viðtali við Viaplay eftir 5-0 sigur Svíþjóðar á Aserbaídsjan í undankeppni EM 2024 á mánudaginn. Hann var ósáttur við spurningar Djordjic um spiltíma Jespers Karlsson og spurði hann á móti með hverjum hann héldi. Djordjic, sem á ættir að rekja til Serbíu, var óánægður með þessa spurningu landsliðsþjálfarans. Á blaðamannafundi í gær sagðist Andersson vera svekktur út í sjálfan sig hvernig hann brást við spurningum í viðtalinu en þvertók fyrir að hafa ætlað að beita Djordjic kynþáttaníði. „Við erum hér vegna eftirmála viðtalsins sem var ekki gott. Pressan er talsverð og þess vegna er ég hér. Ég hef leitað að Bojan, sent honum skilaboð og hringt. Ég vil útskýra framkomu mína en ekki biðjast afsökunar. Ég skil að hann hafi túlkað þetta á þennan hátt en ég fyrirlít rasisma. Ég bið Bojan afsökunar ef hann hefur túlkað þetta þannig en ég er ekki svona,“ sagði Andersson. Hann náði á endanum í Djordjic og þeir hafa náð sáttum. „Þetta var langt, gott og djúpt samtal þar sem við ákváðum að fyrirgefa hvorum öðrum. Það sem gerðist milli okkar hefur verið útkljáð,“ sagði Djordjic í yfirlýsingu frá Viaplay. „Við komumst til botns í málinu. Það var mikilvægt fyrir mig að Janne hafði einlægan áhuga á sögu minni og vildi skilja viðbrögð mín og tilfinningar, jafnvel þótt við séum af sitt hvorri kynslóðinni og með ólíkan bakgrunn. Þessi fundur var betri en ég bjóst við fyrirfram. Við töluðum minnst um fótbolta.“ JUST NU: Janne Andersson och Bojan Djordjic har pratat ut efter tv-bråkethttps://t.co/JrvsSokrgc— SportExpressen (@SportExpressen) March 29, 2023 Andersson tók í sama streng og Djordjic og kvaðst sáttur með að málinu sé lokið. „Við áttum gott og innilegt spjall um það sem miður fór á mánudaginn. Þess vegna var sérstaklega gott að hittast og hreinsa andrúmsloftið sem við gerðum með skilning og einlægni að vopni. Við ákváðum að halda áfram og málinu er því lokið.“
Sænski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira