Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 18:17 Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Vísir/Vilhelm Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór. Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór.
Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira