Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 15:29 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í viðtali eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi 30. mars 2023. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira