Richarlison neitar því að hafa leitt uppreisn gegn Conte Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2023 13:00 Antonio Conte með Richarlison. Getty/Clive Rose Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison var mjög ósáttur með þær vangaveltur að hann hafi eitthvað haft með það að gera að Antonio Conte hætti sem knattspyrnustjóri Tottenham. Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023 Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Hinn 53 ára gamli ítalski knattspyrnustjóri hætti hjá Tottenham á sunnudaginn var eftir sextán mánuði í starfi. The forward has insisted that he wished his now former boss well after the Italian left the club this week #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) March 31, 2023 Richarlison kom til Tottenham frá Everton fyrir sextíu milljónir punda í júlí. Miklar væntingar voru gerðar til hans en hann hefur ekki staðið undir þeim. Richarlison fór inn á samfélagsmiðla til að verja sig fyrir því sem hann kallar skelfilega lygi blaðamanns. Argentínskur blaðamaður hjá TyC Sports sjónvarpsstöðinni hélt því fram að Richarlison og liðsfélagi hans Cristian Romero hafi sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað að Conte yrði rekinn. „Ég leiddi ekki uppreisn gegn Conte, þvert á móti það var algjörlega öfugt,“ skrifaði Richarlison á Twitter. „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki skilað eins miklu og búist var við af mér og að ég hafi ekki gert nóg þannig að hann héldi áfram hjá félaginu,“ skrifaði Richarlison. Richarlison hits back at reports he gave an ultimatum to Tottenham over Antonio Conte s future. pic.twitter.com/0zSSRwVzIY— Chris Wheatley (@ChrisWheatley) March 30, 2023 „Þegar hann fór þá sendi ég honum skilaboð þar sem ég þakkaði honum fyrir allt og óskaði honum alls hins besta því það á hann skilið,“ skrifaði Richarlison. Richarlison skrifaði undir fimm ára samning þegar hann kom en hann hefur aðeins skorað tvö mörk í 27 leikjum fyrir Tottenham og þau komu bæði í Meistaradeildinni. Richarlison kom inn á sem varamaður þegar Tottenham datt úr úr Meistaradeildinni á móti AC Milan og gagnrýni Conte þá fyrir skort á spilatíma. „Gagnrýni á mig fyrir mína frammistöðu er hluti af fótboltanum og ég skil það. Hins vegar að breiða út lygum um mig, það sætti ég mig ekki við. Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir Conte sem og fyrir öllum mínum þjálfurum,“ skrifaði Richarlison. „Conte hjálpaði mér mikið þegar ég kom til Spurs og alltaf þegar ég var í vandræðum þá leystum við það með samtali og á fagmannlegan hátt. Það get ég staðfest,“ skrifaði Richarlison. Questioning and criticizing me as a player for my performance is part of football and I got it. However, telling lies about me, I don't accept! I ve always had a lot of respect for Conte and for all my coaches. pic.twitter.com/uWZmOa8MVx— Richarlison Andrade (@richarlison97) March 30, 2023
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira