Ryuichi Sakamoto er látinn Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 23:40 Ryuichi Sakamoto er látinn. Matthias Nareyek/Getty Japanski raftónlistarfrumuðurinn Ryuichi Sakamoto er látinn 71 árs að aldri. Sakamoto gerði garðinn frægan sem raftónlistarskáld og pródúsent, bæði á eigin vegum og ásamt hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra (YMO). Hann greindist með krabbamein í annað sinn árið 2021 og í tilkynningu frá starfsfólki hans segir að hann hafi látist í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Sakamoto var ekki síður annálaður fyrir kvikmyndatónlist sína. Tónlist sem hann samdi fyrir stórmyndina The Last Emperor vann til Óskars- Grammy og Golden globe-verðlauna. Þá samdi hann einnig tónlist fyrir myndir á borð við The Revenant og Merry Christmas, Mr Lawrence. Hann lék einnig í þeirri síðarnefndu ásamt annarri tónlistargoðsögn, sjálfum David Bowie. Mest spilaða lag Sakamotos á Spotify er RYDEEN með YMO. Hlustendur Bylgjunnar þekkja lagið vafalítið vel enda var það um árabil einkennislag þáttarins Veistu hver ég var með Sigga Hlö. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Tónlist Japan Andlát Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Sakamoto gerði garðinn frægan sem raftónlistarskáld og pródúsent, bæði á eigin vegum og ásamt hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra (YMO). Hann greindist með krabbamein í annað sinn árið 2021 og í tilkynningu frá starfsfólki hans segir að hann hafi látist í dag. Breska ríkisútvarpið greinir frá. Sakamoto var ekki síður annálaður fyrir kvikmyndatónlist sína. Tónlist sem hann samdi fyrir stórmyndina The Last Emperor vann til Óskars- Grammy og Golden globe-verðlauna. Þá samdi hann einnig tónlist fyrir myndir á borð við The Revenant og Merry Christmas, Mr Lawrence. Hann lék einnig í þeirri síðarnefndu ásamt annarri tónlistargoðsögn, sjálfum David Bowie. Mest spilaða lag Sakamotos á Spotify er RYDEEN með YMO. Hlustendur Bylgjunnar þekkja lagið vafalítið vel enda var það um árabil einkennislag þáttarins Veistu hver ég var með Sigga Hlö. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan:
Tónlist Japan Andlát Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira