Lóga hátt í sjö hundruð kindum vegna riðu í Miðfirði Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 13:47 Riðuveiki er langvinn og ólæknandi. Talið er að prótín sem veldur veikinni geti lifað í áratug í umhverfinu og valdið endurteknum smitum. Myndin er úr safn og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hættii. Vísir/Vilhelm Hátt í sjö hundruð kindum verður lógað á bænum Bergsstöðum í Vestur-Húnaþingi eftir að riða greindist þar. Þetta er í fyrsta skipti sem riða greinist á sóttvarnasvæðinu sem nefnist Miðfjarðarhólf. Matvælastofnun segir að bændurnir á Bergsstöðum hafi haft samband í síðustu viku og tilkynnt um veikar kindur með einkenni sem pössuðu við riðu. Starfsmenn stofnunarinnar tóku þá sýni og staðfesti tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum að riða væri í fénu. Nú er unnið sé að undirbúningi aðgerða en Matvælastofnun vill að 690 kindum á bænum verði lógað sem fyrst í ljósi þess að mest smithætta sé við sauðburð. Bergsstaðir eru í sóttvarnasvæðinu Miðfjarðarhólfi en það hefur fram að þessu talist ósýkt svæði samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Nú verður svæðið skilgreint sem sýkt. Það hefur í för með sér að óheimilt verður að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem getur borið smitefni á milli staða eins og hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Þá verður óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé, að því er segir í grein á vef Matvælastofnunar. Hún veldu hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna. Smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Veikin leiðir kind stundum til dauða á fáum vikum eða skemur. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Matvælastofnun segir að bændurnir á Bergsstöðum hafi haft samband í síðustu viku og tilkynnt um veikar kindur með einkenni sem pössuðu við riðu. Starfsmenn stofnunarinnar tóku þá sýni og staðfesti tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum að riða væri í fénu. Nú er unnið sé að undirbúningi aðgerða en Matvælastofnun vill að 690 kindum á bænum verði lógað sem fyrst í ljósi þess að mest smithætta sé við sauðburð. Bergsstaðir eru í sóttvarnasvæðinu Miðfjarðarhólfi en það hefur fram að þessu talist ósýkt svæði samkvæmt reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Nú verður svæðið skilgreint sem sýkt. Það hefur í för með sér að óheimilt verður að flytja sauðfé til lífs milli hjarða í hólfinu og hvaðeina annað sem getur borið smitefni á milli staða eins og hey, heyköggla, hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold. Þá verður óheimilt að hýsa aðkomufé, fóðra það eða brynna því með heimafé. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé, að því er segir í grein á vef Matvælastofnunar. Hún veldu hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna. Smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Veikin leiðir kind stundum til dauða á fáum vikum eða skemur. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni.
Dýr Dýraheilbrigði Húnaþing vestra Riða í Miðfirði Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira