Sumarbústaður við Laugarvatn brann til kaldra kola Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. apríl 2023 18:21 Aðstæður voru krefjandi þegar slökkvilið bar að garði. Aðsend Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans. Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“ Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu að tilkynning um eld hafi borist frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan sjö í morgun. „Á þessu svæði er mikil skógrækt og þéttur skógur. Við sendum lið á staðinn frá Laugarvatni og Reykholti, og tankbíl frá Hveragerði og Selfossi. Bústaðurinn var alelda þegar við mættum á vettvang.“ Sumarhúsið var alelda þegar slökkilið mætti á vettvang.Aðsend Rigningin kom á réttum tíma Að sögn Péturs voru aðstæður á vettvangi afar krefjandi, en rignt hafði um nóttina. „Bústaðurinn er ofarlegar í hlíðinni, en vegirnir þar eru mjög slæmir og bera illa svona bíla. Sérstaklega þegar það er svona blautt, þá er þetta raun bara þunnt malarlag ofan á drullu og það veldur því að bílarnir sökkva niður og vegirnir bera ekki tækin sem við erum með.“ Pétur segir það hafa verið forgangsmál að bleyta gróður í kringum bústaðinn þegar það var hægt. Bústaðurinn var byggður árið 1994 og er nú gjörónýtur.Aðsend „Við höfðum mestar áhyggjur af útbreiðslunni og þurftum að einblína á að draga úr líkum á gróðureldi. Þegar það er gróðureldur þá eru miklu fleiri sumarhús í hættu. En síðan fór að rigna, þannig að við þökkum fyrir það.“ Að sögn Péturs var aðgerðum slökkviliðsins lokið um hálf fjögur leytið í dag. Ekki er hægt að segja til um upptök eldsins á þessari stundu. „Við erum með fagmenn og þetta hafðist að lokum. Það voru engin slys á fólki eða manntjón og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Pétur bendir á að víða á sumarbústaðasvæðum geti aðstæður verið krefjandi fyrir slökkviliðsmenn. „Það er ágætt að benda fólki á að það getur verið erfitt fyrir okkur að komast á staðinn og það getur valdið því að hjálpin er lengur að berast. Það er mikilvægt að sumarbústaðaeigendur hafi það hugfast að það getur tafið fyrir okkur ef vegir eru slæmir, eða ef trjágróður er fyrir á veginum.“ Ekki er vitað um eldsupptök á þessari stundu.Aðsend Gífurlegt áfall Birgitta Thorsteinson og eiginmaður hennar, Magnús G. Benediktsson byggðu bústaðinn fyrir hartnær þremur áratugum. Í samtali við Vísi segir Birgitta að áfallið sé ólýsanlegt. „Við erum bara eyðilögð. Það er bara eins og heimurinn hafi hrunið. Það eru óteljandi minningar tengdar bústaðnum. Foreldrar mínir byggðu sumarhús í Miðdal árið 1959 og síðan byggjum við hús á okkar landi árið 1994. Það er allt farið.“
Slökkvilið Bláskógabyggð Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira