Fótbolti

Meistararnir byrja á þægi­legum sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valgeir Lunddal og félagar byrja á sigri.
Valgeir Lunddal og félagar byrja á sigri. Rudy Alvardo

Valgeir Lunddal Friðriksson og félagar í sænska meistaraliðinu BK Häcken byrja tímabilið á öruggum 2-0 útisigri í Íslendingaslagnum gegn Elfsborg.

Ibrahim Sadiq kom meisturunum yfir um miðbik fyrri hálfleik og Amane Romeo gerði út um leikinn þegar tuttugu mínútur lifðu leiks, lokatölur 0-2 og meistararnir byrja mótið á sigri.

Valgeir Lunddal lék allan leikinn í hægri bakverði Häcken á meðan Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina í marki Elfsborg. Þá kom framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen inn af bekk heimamanna snemma í síðari hálfleik en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn.

Djurgården, Hammarby, Häcken, Halmstad, Varnamo og Malmö eru öll með þrjú stig þegar 1. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar er lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×