„Óvæntar en gleðilegar fréttir. Það er lítil stelpa á leiðinni sem er væntanleg í heiminn um miðjan september,“ skrifar Lína Móey undir sónarmyndband á Facebook síðu sinni. Hamingjuóskum rignir yfir parið. Stúlkan er þeirra fyrsta barn saman en fyrir eiga þau bæði börn úr fyrri samböndum.
Lína Móey er ekkja Johns Snorra Sigurjónssonar, eins þekktasta fjallagarps Íslands, sem lést á fjallinu K2 árið 2021.
Lína á tvo syni með John Snorra, auk þess sem hún á dóttur úr fyrra sambandi. Þá á Sigurður tvö börn úr fyrra sambandi.
Barnavefur mbl.is greindi fyrst frá.