Panikka alltaf á mismunandi tímum en nú í skýjunum yfir viðtökunum Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. apríl 2023 07:01 Alma Dóra Ríkarðsdóttir og Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir hafa þróað app sem heitir HEIMA og gengur út á að gera heimilisverkin að skemmtilegri stemningu þar sem fleiri fjölskyldumeðlimir taka þátt í að gera það sem gera þarf, safna stigum og fleira. Vísir/Vilhelm Það var heldur betur stemning í síðustu viku hjá þeim stöllunum Sigurlaugu Guðrúnu Jóhannsdóttur og Ölmu Dóru Ríkarðsdóttur, sem kynntu til leiks fyrstu útgáfuna af HEIMA-appinu svo kallaða: Appi sem er til að létta á heimilisverkum meðal fjölskyldna og gera þau jafnvel að skemmtilegum leik. Þar sem fjölskyldumeðlimir safna stigum og appið heldur utan um hvað þarf að gera, hverjir gera hvað og hverjir eiga að gera hvað. „Viðtökurnar voru ótrúlegar því við erum ekki búnar að auglýsa eða neitt. En fólk var búið að skrá sig á póstlistanum og á fyrsta degi var niðurhalið svo mikið að við þurftum að bæta við getu á servernum okkar. Og fórum strax í 1.sæti í niðurhali á öppum á Íslandi!“ segir Sigurlaug, alltaf kölluð Silla. Það er skemmtileg saga á bakvið HEIMA-appið því þótt Silla og Alma hafi þekkst frá því að þær voru litlar í Seljahverfinu, var það ekki fyrr en mörgum árum síðar sem vinskapurinn tók sig upp. Og þá yfir bjór í Boston í Bandaríkjunum. Íslendingur með heimþrá Silla og Alma eru báðar fæddar árið 1993 og gengu í sömu skóla lengst af: Leikskóla, grunnskólann í Seljahverfi. „Ég meira að segja byrjaði í Versló eins og Alma til að byrja með!“ segir Silla og hlær. Þær voru þó aldrei saman í bekk, Silla færði sig yfir í MH og útskrifaðist seinna úr hugbúnaðarverkfræði frá HR og síðar úr MBA námi með áherslu á frumkvöðlafræði úr háskólanum í Boston. Alma valdi hins vegar viðskiptanám og eftir að hafa klárað meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum í San Francisco í Bandaríkjunum stofnaði hún sitt eigið sprotafyrirtæki. „Það fyrirtæki gekk ekki upp en var mikil og góð reynsla,“ segir Alma. En hvernig urðuð þið vinkonur? „Það var eiginlega frekar fyndið því eitt sinn þegar ég var enn í Boston var ég með einhverja heimþrá. Ég var búin að sjá á Instagram að Alma var stödd í borginni og þar sem ég kannaðist auðvitað við hana, stakk ég upp á því hvort við ættum kannski að hittast yfir bjór og spjalla,“ segir Silla og bætir við: „Sem við gerðum og það var í því spjalli sem við komumst að því að við erum báðar með rosalega mikinn áhuga á frumkvöðlafræðum og nýsköpun. Við grínuðumst einmitt með að það væri gaman að gera eitthvað saman, sem auðvitað gerðist svo sem ekki fyrr en síðar.“ Alma og Silla segja eitt af því góða við að vinna saman sé hversu ólíkum styrkleikum þær búa yfir. Enda hafa þær aldrei panikkast á sama tíma, ef eitthvað gerist þá er önnur stressuð og hin pollróleg og öfugt. Þær viðurkenna að vissulega reyni nýsköpun oft á, en á móti kemur sé peppið þess virði þegar vel gengur og endurgjöf notenda er svona jákvæð.Vísir/Vilhelm Þegar hugmyndin varð til Silla og Alma hittust yfir bjórnum árið 2019 og þegar heimsfaraldurinn skall á, fluttu þær báðar aftur til Íslands. Silla fór að vinna við hugbúnaðarþróun fyrst hjá Icelandair og svo hjá sprotafyrirtækinu Verna en Alma fór að vinna sem sérfræðingur á sviði jafnréttismála hjá stjórnarráðinu. Það var eiginlega í því starfi sem hugmyndin að HEIMA-appinu kviknaði því eitt af því sem niðurstöður rannsókna sýna hvað varðar jafnréttismálin að heimilisverkin eru enn mest á herðum konunnar á heimilinu, sem aftur hægir á þessu jafnrétti kynjanna sem við viljum sjá og þetta er jafnframt eitt af því sem hafa má í huga þegar verið er að tala um hversu algengt það er að konur lendi í kulnun,“ segir Alma og bætir við: „Í vinnunni erum við dugleg að nota alls kyns verkfæri, tæki og tól til að halda utan um verkefni. Til dæmis Trello, Asana, Teams og fleira. En fyrir heimilisverkin er ekkert til þannig að ég stakk upp á við Sillu að við myndum hittast yfir kaffibolla því ég vissi að hún er auðvitað megaklár í öllu sem heitir að forrita eða tækni.“ Aftur hittust þær stöllurnar í spjall og í þetta sinn fæðist sú hugmynd að taka þátt í Gullegginu með þá hugmynd í farteskinu að þróa app fyrir heimilisverkin. „Fyrstu drögin að appinu eru teiknuð upp á servíettu á kaffihúsi,“ segja stöllurnar og brosa í kampinn. Haustið 2020 sendu þær hugmyndina inn í Gulleggið og þegar þær sigruðu þá keppni varð ljóst að ekki yrði aftur snúið. „Við héldum samt áfram að vinna þar til við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði líka og sá styrkur skipti sköpum að við gátum farið almennilega af stað,“ segir Silla en hún hefur hannað HEIMA að mestu og með henni hefur Tristan John Frantz fyrrum samstarfsfélagi hjá Icelandair forritað appið. Margir frumkvöðlar ná einmitt ekki að stíga fyrstu skrefin í nýsköpun vegna fjármagns, enda þurfa allir að eiga fyrir salti í grautinn, greiða húsnæðislánin og fleira. Hvernig gekk það hjá ykkur? „Sem betur fer vel því það er rétt að við gátum ekki farið að vinna í þessu á fullu fyrr en við vorum vissar um að geta greitt okkur einhver smá laun. En svo sem höfum sparað í einu og öllu!“ segir Silla og vinkonurnar skella uppúr. Sem dæmi segjast þær hafa verið óvenju duglegar að mæta í mat til mömmu og pabba, þefað upp öll tækifæri á fríum mat, notað gamlan tölvuskjá sem þær fundu á Sorpu og fleira. Þetta er alveg erfitt, það er ekki hægt að segja neitt annað. En okkur hefur líka fundist við hafa haft gott af þessu, maður áttar sig svo vel á því hversu mikilla forréttinda maður nýtur almennt. En við urðum vakandi yfir öllu, að labba í vinnuna, að útbúa nesti og svo framvegis,“ segir Alma og Silla kinkar kolli og bætir við: „Styrkirnir sem við fengum voru greiddir út í minni skömmtum en við höfðum áttað okkur á og þegar þeir voru að verða búnir fannst okkur við alveg vera að lepja dauðann úr skel. Þannig að vissulega er nýsköpun oft eitthvað sem reynir verulega á þolrifin. Á móti kemur að það hefði beinlínis getað verið hættulegt þessu verkefni að það væri að tefjast því það kallaði alveg á að við þyrftum að geta einbeitt okkur að því í fullu starfi. Ef við hefðum ekki náð því, hefði seinkunin á verkefninu getað þýtt að hugmyndin yrði á endanum tapað tækifæri.“ Fjölskyldur mynda hópa á HEIMA appinu með símanúmerum og svara þar einföldum spurningum með því að haka við valmöguleika. Síðan stillir appið upp einfalda tillögu að því hvernig hægt er að úthluta verkefnum, safna stigum, skoða yfirlit hvernig gengur hjá hverjum og einum, setja markmið og fleira. HEIMA appið er hlaðið niður í gegnum Apple Store eða Playstore. Stemning í heimilisverkunum Til að fá fólk til að taka þátt í þróuninni auglýstu stöllurnar eftir því að fólk skráði sig á póstlista, sem Silla hélt reyndar að myndi ekki virka vel; Að fáir myndu skrá sig. Það reyndist þó ekki rétt, fleiri skráðu sig á póstlistann en þær gerðu sér vonir um að yrði og margir í þeim hópi hafa komið með góðar hugmyndir og ábendingar. Í stuttu máli má lýsa HEIMA-appinu þannig að það styðst við símanúmer fjölskyldumeðlima í grúppu fyrir heimilið. Notendur haka við til að svara nokkrum einföldum spurningum og síðan sér appið um að útbúa einfalt en sérútbúið vikuplan fyrir heimilið og fjölskyldumeðlimina. Bæði fyrir rútínuverkefnin sem gera þarf oft eða daglega. En eins hin sem gera þarf sjaldnar. Í appinu er fjölskyldan með góða yfirsýn yfir hvernig gengur, hægt er að setja sér markmið, vinna sér inn stig og fleira. Heimilisverkin geta þar með orðið að skemmtilegri stemningu fyrir fjölskylduna. Um leið og það tryggir dreifðari úthlutun verkefna á heimilinu og að fleiri séu að taka þátt í því sem gera þarf. Í síðustu viku rann síðan upp stóri dagurinn: Fyrsta útgáfan af appinu varð aðgengileg á bæði App Store og Playstore undir nafninu HEIMA - For your family. „Það geta allir hlaðið niður HEIMA, appið er frítt en tekjumódelið er þannig að seinna meir verða fítusar bættir við fyrir áskriftarþjónustu þeirra sem vilja geta gert meira,“ útskýrir Silla. HEIMA-appið hefur nú þegar hlotið ýmsa styrki og annan stuðning, unnið til verðlauna og fengið viðurkenningar. Vinkonurnar eru því bjartsýnar á framhaldið og segja margt framundan í frekari þróun á appinu. Sem til að byrja með verður til á íslensku og ensku, en markmiðið er að útfæra það á fleiri tungumál síðar. Hvaða ráð mynduð þið gefa öðrum frumkvöðlum sem hafa áhuga á að ýta sinni hugmynd úr vör? „Að velja sér góða félaga til að vinna með,“ svara vinkonurnar í kór. „Það hefur til dæmis reynst okkur ótrúlega vel að við erum með hæfni og getu á mjög ólíkum sviðum. Alma er til dæmis meistari í tengslamyndun, sem ég er ekki eins góð í, en ég þekki forritun og tæknina,“ segir Silla og bætir brosandi við: Það að styrkleikarnir okkar séu á svona mismunandi sviðum hefur til dæmis skilað sér í því að við panikkum alltaf á mismunandi tímum! Ef mér hefur fundist eitthvað erfitt eða stressast upp, hefur Alma verið pollróleg og finnst þetta ekkert mál. Og öfugt.“ Alma tekur undir þetta og segir: „Það er oft sagt að ef frumkvöðlar myndu vita í hvað þeir væru að fara út í og hversu erfið þróun og nýsköpun getur verið, þá myndi enginn gera neitt. Allir hreinlega hætta við fyrirfram. En sem betur fer, áttar maður sig svo sem ekki á því fyrr en síðar og þá er það sem betur fer þannig að erfiðið verður á endanum svo vel þess virði þegar maður nær einhverju áföngum.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“ „Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær. 16. mars 2023 07:01 Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Appi sem er til að létta á heimilisverkum meðal fjölskyldna og gera þau jafnvel að skemmtilegum leik. Þar sem fjölskyldumeðlimir safna stigum og appið heldur utan um hvað þarf að gera, hverjir gera hvað og hverjir eiga að gera hvað. „Viðtökurnar voru ótrúlegar því við erum ekki búnar að auglýsa eða neitt. En fólk var búið að skrá sig á póstlistanum og á fyrsta degi var niðurhalið svo mikið að við þurftum að bæta við getu á servernum okkar. Og fórum strax í 1.sæti í niðurhali á öppum á Íslandi!“ segir Sigurlaug, alltaf kölluð Silla. Það er skemmtileg saga á bakvið HEIMA-appið því þótt Silla og Alma hafi þekkst frá því að þær voru litlar í Seljahverfinu, var það ekki fyrr en mörgum árum síðar sem vinskapurinn tók sig upp. Og þá yfir bjór í Boston í Bandaríkjunum. Íslendingur með heimþrá Silla og Alma eru báðar fæddar árið 1993 og gengu í sömu skóla lengst af: Leikskóla, grunnskólann í Seljahverfi. „Ég meira að segja byrjaði í Versló eins og Alma til að byrja með!“ segir Silla og hlær. Þær voru þó aldrei saman í bekk, Silla færði sig yfir í MH og útskrifaðist seinna úr hugbúnaðarverkfræði frá HR og síðar úr MBA námi með áherslu á frumkvöðlafræði úr háskólanum í Boston. Alma valdi hins vegar viðskiptanám og eftir að hafa klárað meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum í San Francisco í Bandaríkjunum stofnaði hún sitt eigið sprotafyrirtæki. „Það fyrirtæki gekk ekki upp en var mikil og góð reynsla,“ segir Alma. En hvernig urðuð þið vinkonur? „Það var eiginlega frekar fyndið því eitt sinn þegar ég var enn í Boston var ég með einhverja heimþrá. Ég var búin að sjá á Instagram að Alma var stödd í borginni og þar sem ég kannaðist auðvitað við hana, stakk ég upp á því hvort við ættum kannski að hittast yfir bjór og spjalla,“ segir Silla og bætir við: „Sem við gerðum og það var í því spjalli sem við komumst að því að við erum báðar með rosalega mikinn áhuga á frumkvöðlafræðum og nýsköpun. Við grínuðumst einmitt með að það væri gaman að gera eitthvað saman, sem auðvitað gerðist svo sem ekki fyrr en síðar.“ Alma og Silla segja eitt af því góða við að vinna saman sé hversu ólíkum styrkleikum þær búa yfir. Enda hafa þær aldrei panikkast á sama tíma, ef eitthvað gerist þá er önnur stressuð og hin pollróleg og öfugt. Þær viðurkenna að vissulega reyni nýsköpun oft á, en á móti kemur sé peppið þess virði þegar vel gengur og endurgjöf notenda er svona jákvæð.Vísir/Vilhelm Þegar hugmyndin varð til Silla og Alma hittust yfir bjórnum árið 2019 og þegar heimsfaraldurinn skall á, fluttu þær báðar aftur til Íslands. Silla fór að vinna við hugbúnaðarþróun fyrst hjá Icelandair og svo hjá sprotafyrirtækinu Verna en Alma fór að vinna sem sérfræðingur á sviði jafnréttismála hjá stjórnarráðinu. Það var eiginlega í því starfi sem hugmyndin að HEIMA-appinu kviknaði því eitt af því sem niðurstöður rannsókna sýna hvað varðar jafnréttismálin að heimilisverkin eru enn mest á herðum konunnar á heimilinu, sem aftur hægir á þessu jafnrétti kynjanna sem við viljum sjá og þetta er jafnframt eitt af því sem hafa má í huga þegar verið er að tala um hversu algengt það er að konur lendi í kulnun,“ segir Alma og bætir við: „Í vinnunni erum við dugleg að nota alls kyns verkfæri, tæki og tól til að halda utan um verkefni. Til dæmis Trello, Asana, Teams og fleira. En fyrir heimilisverkin er ekkert til þannig að ég stakk upp á við Sillu að við myndum hittast yfir kaffibolla því ég vissi að hún er auðvitað megaklár í öllu sem heitir að forrita eða tækni.“ Aftur hittust þær stöllurnar í spjall og í þetta sinn fæðist sú hugmynd að taka þátt í Gullegginu með þá hugmynd í farteskinu að þróa app fyrir heimilisverkin. „Fyrstu drögin að appinu eru teiknuð upp á servíettu á kaffihúsi,“ segja stöllurnar og brosa í kampinn. Haustið 2020 sendu þær hugmyndina inn í Gulleggið og þegar þær sigruðu þá keppni varð ljóst að ekki yrði aftur snúið. „Við héldum samt áfram að vinna þar til við fengum styrk frá Tækniþróunarsjóði líka og sá styrkur skipti sköpum að við gátum farið almennilega af stað,“ segir Silla en hún hefur hannað HEIMA að mestu og með henni hefur Tristan John Frantz fyrrum samstarfsfélagi hjá Icelandair forritað appið. Margir frumkvöðlar ná einmitt ekki að stíga fyrstu skrefin í nýsköpun vegna fjármagns, enda þurfa allir að eiga fyrir salti í grautinn, greiða húsnæðislánin og fleira. Hvernig gekk það hjá ykkur? „Sem betur fer vel því það er rétt að við gátum ekki farið að vinna í þessu á fullu fyrr en við vorum vissar um að geta greitt okkur einhver smá laun. En svo sem höfum sparað í einu og öllu!“ segir Silla og vinkonurnar skella uppúr. Sem dæmi segjast þær hafa verið óvenju duglegar að mæta í mat til mömmu og pabba, þefað upp öll tækifæri á fríum mat, notað gamlan tölvuskjá sem þær fundu á Sorpu og fleira. Þetta er alveg erfitt, það er ekki hægt að segja neitt annað. En okkur hefur líka fundist við hafa haft gott af þessu, maður áttar sig svo vel á því hversu mikilla forréttinda maður nýtur almennt. En við urðum vakandi yfir öllu, að labba í vinnuna, að útbúa nesti og svo framvegis,“ segir Alma og Silla kinkar kolli og bætir við: „Styrkirnir sem við fengum voru greiddir út í minni skömmtum en við höfðum áttað okkur á og þegar þeir voru að verða búnir fannst okkur við alveg vera að lepja dauðann úr skel. Þannig að vissulega er nýsköpun oft eitthvað sem reynir verulega á þolrifin. Á móti kemur að það hefði beinlínis getað verið hættulegt þessu verkefni að það væri að tefjast því það kallaði alveg á að við þyrftum að geta einbeitt okkur að því í fullu starfi. Ef við hefðum ekki náð því, hefði seinkunin á verkefninu getað þýtt að hugmyndin yrði á endanum tapað tækifæri.“ Fjölskyldur mynda hópa á HEIMA appinu með símanúmerum og svara þar einföldum spurningum með því að haka við valmöguleika. Síðan stillir appið upp einfalda tillögu að því hvernig hægt er að úthluta verkefnum, safna stigum, skoða yfirlit hvernig gengur hjá hverjum og einum, setja markmið og fleira. HEIMA appið er hlaðið niður í gegnum Apple Store eða Playstore. Stemning í heimilisverkunum Til að fá fólk til að taka þátt í þróuninni auglýstu stöllurnar eftir því að fólk skráði sig á póstlista, sem Silla hélt reyndar að myndi ekki virka vel; Að fáir myndu skrá sig. Það reyndist þó ekki rétt, fleiri skráðu sig á póstlistann en þær gerðu sér vonir um að yrði og margir í þeim hópi hafa komið með góðar hugmyndir og ábendingar. Í stuttu máli má lýsa HEIMA-appinu þannig að það styðst við símanúmer fjölskyldumeðlima í grúppu fyrir heimilið. Notendur haka við til að svara nokkrum einföldum spurningum og síðan sér appið um að útbúa einfalt en sérútbúið vikuplan fyrir heimilið og fjölskyldumeðlimina. Bæði fyrir rútínuverkefnin sem gera þarf oft eða daglega. En eins hin sem gera þarf sjaldnar. Í appinu er fjölskyldan með góða yfirsýn yfir hvernig gengur, hægt er að setja sér markmið, vinna sér inn stig og fleira. Heimilisverkin geta þar með orðið að skemmtilegri stemningu fyrir fjölskylduna. Um leið og það tryggir dreifðari úthlutun verkefna á heimilinu og að fleiri séu að taka þátt í því sem gera þarf. Í síðustu viku rann síðan upp stóri dagurinn: Fyrsta útgáfan af appinu varð aðgengileg á bæði App Store og Playstore undir nafninu HEIMA - For your family. „Það geta allir hlaðið niður HEIMA, appið er frítt en tekjumódelið er þannig að seinna meir verða fítusar bættir við fyrir áskriftarþjónustu þeirra sem vilja geta gert meira,“ útskýrir Silla. HEIMA-appið hefur nú þegar hlotið ýmsa styrki og annan stuðning, unnið til verðlauna og fengið viðurkenningar. Vinkonurnar eru því bjartsýnar á framhaldið og segja margt framundan í frekari þróun á appinu. Sem til að byrja með verður til á íslensku og ensku, en markmiðið er að útfæra það á fleiri tungumál síðar. Hvaða ráð mynduð þið gefa öðrum frumkvöðlum sem hafa áhuga á að ýta sinni hugmynd úr vör? „Að velja sér góða félaga til að vinna með,“ svara vinkonurnar í kór. „Það hefur til dæmis reynst okkur ótrúlega vel að við erum með hæfni og getu á mjög ólíkum sviðum. Alma er til dæmis meistari í tengslamyndun, sem ég er ekki eins góð í, en ég þekki forritun og tæknina,“ segir Silla og bætir brosandi við: Það að styrkleikarnir okkar séu á svona mismunandi sviðum hefur til dæmis skilað sér í því að við panikkum alltaf á mismunandi tímum! Ef mér hefur fundist eitthvað erfitt eða stressast upp, hefur Alma verið pollróleg og finnst þetta ekkert mál. Og öfugt.“ Alma tekur undir þetta og segir: „Það er oft sagt að ef frumkvöðlar myndu vita í hvað þeir væru að fara út í og hversu erfið þróun og nýsköpun getur verið, þá myndi enginn gera neitt. Allir hreinlega hætta við fyrirfram. En sem betur fer, áttar maður sig svo sem ekki á því fyrr en síðar og þá er það sem betur fer þannig að erfiðið verður á endanum svo vel þess virði þegar maður nær einhverju áföngum.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01 Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01 Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“ „Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær. 16. mars 2023 07:01 Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01 Hjón í nýsköpun: Meira að segja búin að búa til harðfisk án lyktarinnar 28. febrúar 2023 07:00 Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra „Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power. 23. mars 2023 07:01
Notuðu hárblásara til að kynna hugmyndina á nokkrum fundum með ráðherrum „Þetta er reyndar þrjátíu ára gömul hugmynd,“ segir Óskar Svavarsson annar stofnanda nýsköpunarfyrirtækisins Sidewind sem stefnir að framleiðslu vindtúrbínu sem komið er fyrir í opnum gámum. 22. mars 2023 07:01
Vinkonur og vinna: „Þetta er ekkert ólíkt því að eiga maka í vinnunni!“ „Við kynnumst þegar við fórum báðar í markþjálfun og uppgötvuðum hvað við ættum ofboðslega margt sameiginlegt. Hin talaði og þá hugsaði maður: Hvernig vissi hún þetta um mig? Þetta var eins og að kynnast systur sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Erla Björnsdóttir mannauðstjóri Sjúkrahússins á Akureyri og skellihlær. 16. mars 2023 07:01
Nýsköpun í útrás: Stundum svolítið klaufalegt en tókst á endanum Við heyrum oft af nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að gera góða hluti. Fáum fréttir af fjármögnun eða styrkjum og markmiðum um útrás. En hvernig ætli síðan útrásin gangi? Og hvernig gengur hún fyrir sig þegar farið er af stað? 13. mars 2023 07:01