Messi hafnar launalækkun og líklegast að hann fari í sumar Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 14:01 Lionel Messi mun líklega flytja frá París í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Ólíklegt er að Lionel Messi komist að samkomulagi við PSG um nýjan samning og því allt útlit fyrir að hann yfirgefi félagið í sumar. Hann neitar að taka á sig launalækkun eins og PSG fer fram á. Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad. Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Þetta herma heimildir ESPN en franski miðillinn L‘Equipe fjallaði fyrst um málið. Viðræður um nýjan samning hafa engu skilað til þessa en frönsku meistararnir vilja að Messi lækki um 25% í launum frá núgildandi samningi sem rennur út í sumar. Sá samningur skilar honum 40 milljónum evra á ári fyrir skatt, sem samsvarar um hálfum milljarði króna á mánuði. Ekki er þó enn útilokað að Messi haldi kyrru fyrir hjá PSG og ráðgert er að hann og Jorge, faðir hans og umboðsmaður, fundi með fulltrúum PSG síðar í þessum mánuði til að finna lausn. Fyrr í vetur, fyrir HM í desember þar sem Messi varð heimsmeistari með Argentínu, var talið líklegt að hann myndi skrifa undir nýjan samning við PSG. Sú staða hefur hins vegar breyst. Hinn 35 ára gamli Messi þótti ekki sýna nægilega mikið í leikjunum við Bayern München þegar PSG féll úr leik í Meistaradeild Evrópu, og hefur ekki fylgt eftir þeirri góðu frammistöðu sem hann sýndi á HM. Hluti stuðningsmanna PSG gekk svo langt að baula á Messi í síðustu tveimur heimaleikjum og samkvæmt heimildum ESPN sárnaði honum það. Sömu heimildir segja að Messi haldi öllu opnu varðandi það hvert hann fari í sumar. Pabbi hans hefur rætt um möguleikann á að hann snúi aftur til Barcelona en það gæti reynst snúið vegna fjárhagsstöðu Börsunga. Þá er beðið eftir tilboði frá bandaríska félaginu Inter Miami en Messi ku opinn fyrir því að spila í Bandaríkjunum. Einnig er áhugi á honum hjá sádi-arabíska félaginu Al Ittihad.
Franski boltinn Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fleiri fréttir Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira