Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 14:17 Í dag þarf samþykki 2/3 íbúa fyrir hunda eða kattahalti í fjölbýlishúsi. Visir/Vilhelm Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu. Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu.
Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent