Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 07:01 Fjarskiptasæstrengir á vegum Farice. Farice Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins. Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Tvö rússnesk skip sigldu nálægt Galway um helgina. Þau komu frá rússnesku hafnarborginni Múrmansk og virðast nú vera á leiðinni til Afríku. Ekki hefur verið gefið upp hvað skipin hafi verið að gera en vitað er að þau komu að smíði og lagningu Nordstream gasleiðslunnar og hafa þar af leiðandi getu til framkvæmda á hafsbotni. Bæði írska flughernum og flotanum var gert viðvart um skipin um helgina. Hefur verið fylgst með ferðum þeirra síðan. Skotmörk Rússa Þingmaðurinn og öryggissérfræðingurinn Tom Clonan bendir á að sæstrengir sem tengdir eru við Írland í gegnum Galway séu í hættu. Einkum strengir sem tengja Írland, og Evrópu, við Bandaríkin. Þriðjungur allra gagna Írlands fer um þann streng. En seinna meir stendur til að leggja stóran streng frá Asíu, norður fyrir Kanada, til Galway. Sá strengur sem skiptir Ísland mestu máli er IRIS. Eins og Vísir greindi frá þann 1. mars síðastliðinn er strengurinn nú kominn í fulla notkun og eykur hann fjarskiptaöryggi landsins tífalt. Framleiðsla strengsins tók tvö ár og lagningunni var lokið í nóvember í fyrra. Eftir það tók við innleiðingarferli sem lauk um þar síðustu mánaðamót. „Við vitum að Rússar hafa ráðist að svona fjarskiptaköplum áður, í Svarta hafinu til dæmis, áður en innrásin í Úkraínu var gerð,“ segir Clonan við Newstalk. „Við þurfum að vera mjög, mjög meðvituð um veru þessara skipa á okkar hafsvæði,“ segir hann. Plægður ofan í sjávarbotninn Þorvarður Sveinsson, stjórnarformaður Farice sem á og sér um IRIS strenginn, segir að samstarfsfyrirtæki í Írlandi hafi látið Farice vita af ferðum rússnesku skipanna. „Við fylgjumst vel með þessu,“ segir Þorvarður. Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri Farice.Farice Aðspurður um öryggi strengsins segir Þorvarður að strengurinn sé plægður 1,5 metra ofan í sjávarbotninn. Strengurinn sé eins vel varinn og hægt er, meðal annars fyrir slysum og veiðarfærum. „Við höfum almennt miklar áhyggjur af stöðunni í heiminum,“ segir Þorvarður um áhyggjur Farice af stöðunni. Takmörkuð geta Annar írskur þingmaður, Cathal Berry, hefur lýst áhyggjum af vörnum Íra. „Þetta er risastórt mál. Írland hefur mjög takmarkaða getu til þess að takast á við það sem er að gerast við vesturströndina,“ sagði Berry. Hafa ber í huga að Írland er ekki í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Bendir Berry á takmarkaða getu írska sjóhersins til þess að vakta gríðarlega stórt hafsvæði sem tilheyrir Írlandi og takmarkaða getu til þess að vakta hafsvæðið neðansjávar. Hafsvæði Írlands telur 15 prósent af öllu hafsvæði Evrópusambandsins.
Fjarskipti Sæstrengir Írland Rússland Tengdar fréttir Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Sæstrengurinn ÍRIS orðinn virkur og fjarskiptaöryggi tífaldað ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og er hann kominn í notkun. Um er að ræða þriðja fjarskiptasæstrenginn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. 1. mars 2023 11:28