Orkan í orkuskiptum Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 4. apríl 2023 15:31 Orkuþörf í tengslum við fyrirhuguð og nauðsynleg orkuskipti á Íslandi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Ný orkuþörf tengist þó ekki bara orkuskiptum enda er eitt sem er sameiginlegt allri nýrri uppbyggingu, hvort sem hún tengist íbúðarhúsnæði eða atvinnulífi, en það er að öll uppbygging þarf einfaldlega rafmagn. Þó að þessi notkun teljist ekki til svokallaðra stórnotenda raforku þá er það einföld staðreynd að óteljandi smánotendur raforku eru einfaldlega samtals stórnotandi. Orkuþörfin verður því umtalsverð en ýmislegt er óljóst, þó sérstaklega varðandi orkuskipti í flugi og fiskiskipum. Aðal óvissan í þeim flokkum er hvaða eldsneyti mun taka við, hvenær slík orkuskipti verða raunhæf og ekki síst hver kostnaðurinn verður. Fyrir vegasamgöngur blasir við allt önnur mynd. Orkuskiptin þar eru nú þegar hafin og flest bendir til að bein nýting raforku í gegnum rafhlöður geti mætt stærstum hluta af þeirri orkuþörf sem nauðsynleg er fyrir full orkuskipti í þeim flokki. Orkuþörf vegasamgangna Til að mæta orkuþörf vegasamgangna í dag þarf að flytja inn rúmlega 300 þúsund tonn af olíu á ári. Með einföldun má segja að þetta samsvari tæplega 3500 GWh sem er gríðarlega mikil orka.Til samanburðar þá er orkuvinnslugeta Kárahnjúkavirkjunar, langstærstu virkjunar landsins, 4800 GWh. En það merkilega við rafvæðingu samgangna er sú staðreynd að rafbílar eru þrisvar til fjórum sinnum orkunýtnari en olíuknúin farartæki. Þessi staðreynd ein og sér ætti í raun að duga til að sannfæra alla um mikilvægi og skynsemi rafvæðingar í samgöngum. Ef í boði væri tækni fyrir bensín- og dísilbifreiðar, sem myndi minnka innflutningsþörf á olíu um 2/3, væri líklega löngu búið að lögbinda innleiðingu á slíkri tækni. Það er nefnilega ekki bara mikilvægt að skipta um orkugjafa heldur þurfum við líka að minnka orkuþörf á heimsvísu. Því má segja að sú staðreynd að rafvæðing vegasamgangna feli líka í sér skipti yfir í innlendan orkugjafa, sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir eða heilspillandi mengun, sé bara bónus ofan á bætta orkunýtni. Með öllum fyrirvörum má með einföldun segja að full rafvæðing farartækja miðað við núverandi olíunotkun þurfi því einungis um 1200 GWh í stað 3500 GWh. Þetta er gróft mat á orkuþörf en hvað með virkjanir? Aflþörf Það er mun erfiðara að meta aflþörf en orkuþörf fyrir orkuskipti vegasamgangna. Hafa verður í huga að rafvædd farartæki eru ekki bara orkunýtin heldur geta þau líka aðlagað sig að aflgetu raforkukerfisins að nokkru leyti. Á opnum fundi Landsvirkjunar um aflstöðu og vindorku kom fram að dagsveiflur aflnotkunar í almenna raforkukerfinu væru um 200 MW. Þetta þýðir að allt að 200 MW eru ekki nýtt þegar eftirspurnin er hvað minnst eins og á næturnar og um helgar. Þarna er hægt að nýta kosti rafbíla til að nýta kerfið betur án þess að þurfa að virkja fyrir alla aukanotkun þeirra. Með því að fá rafbílaeigendur til að færa hleðslutíma sinn að miklu leyti yfir á þann tíma sem svigrúm er í kerfinu er hægt að spara mikla aflþörf og nýta kerfið betur. En svo er líka árstíðarsveifla í kerfinu sem er líka um 200 MW þ.e. aflþörfin í kerfinu er um 200 MW meiri í desember en júlí. Það rímar ljómandi vel við árstíðarumferðarsveiflur því að samkvæmt Vegagerðinni er allt að tvöfalt meiri umferð um hringveginn í júlí en í desember. Raforkuþörf rafbíla verður þannig meiri á sumrin þegar raforkukerfið hefur hvað mest afl til reiðu. Að lokum má aðeins líta til framtíðar þar sem rafhlöður í rafbílum geta virkað sem orkugeymslur. Í framtíðinni er því möguleiki að virkja þriðja afljöfnunarkost rafbíla sem er að jafna raforkuframleiðslu og notkun að hluta með hjálp rafbíla. Þeir geta spilað smá hlutverk í að taka á óhagkvæmum afltoppum. Það má því nota rafvæðingu samgangna til að jafna orkuþörf að hluta og fá betri aflnýtingu í kerfið. En hvað með raforkuflutninga og dreifingu? Raforkuflutningur og dreifing Eins og flestir vita er raforkureikningur landsmanna samansettur af raforkuframleiðslu annars vegar og flutningi og dreifingu hinsvegar. Um helmingur raforkuverðs er því kostnaður við flutning og dreif-ingu raforku og þar gilda svolítið aðrar breytur en hrein markaðslögmál. Það má líkja þessu við heimsendar pítsur. Ef þú pantar pítsu þá þarf að baka eina pítsu og senda einn bíl með pítsuna. Þú greiðir fyrir pítsu og flutning. Ef þú pantar hinsvegar fimm pítsur fyrir stórveislu á sama tíma, þá þarf vissulega að baka fimm pítsur en það er nóg að senda bara einn bíl. Framleiðslukostnaður er sem sagt sá sami á hverja pítsu en flutningskostnaður verður auðvitað minni, vegna þess að allar pítsurnar komast fyrir í einum bíl. Sama gildir um rafbíla þ.e. raforkuþörf þeirra rúmast oftast innan raflínukerfisins sem fyrir er. Það er ekki víst að pítsufyrirtækið lækki sendingarkostnað við þessa fimm pítsu hagræðingu og mögulega hirða þeir ágóðann. Það gilda hinsvegar önnur lögmál um flutningafyrirtæki raforku. Flutn-ings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast umfram viðhalds- og uppbyggingarþörf þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Það er ljóst að orkuþörf rafbíla verður talsverð í komandi orkuskiptum en samt minni en margur heldur. Eins er ljóst að rafvædd faratæki geta með ýmsum hætti verið afar heppilegur kúnni í kerfinu. Orkunýtni og sveigjanleiki rafbíla mun auðvelda mjög orkuskipti í vegasamgöngum. Í umræðum um orkuþörf er líka nauðsynlegt að huga að því hvernig mæta á orkuþörf fyrir tugþúsundir nýbygginga og hundruð nýrra fyrirtækja sem þurfa líklega að rísa á næstu áratugum með tilheyrandi orkuþörf og fjárfestingum í dreifikerfum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Orkuskipti Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Orkuþörf í tengslum við fyrirhuguð og nauðsynleg orkuskipti á Íslandi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Ný orkuþörf tengist þó ekki bara orkuskiptum enda er eitt sem er sameiginlegt allri nýrri uppbyggingu, hvort sem hún tengist íbúðarhúsnæði eða atvinnulífi, en það er að öll uppbygging þarf einfaldlega rafmagn. Þó að þessi notkun teljist ekki til svokallaðra stórnotenda raforku þá er það einföld staðreynd að óteljandi smánotendur raforku eru einfaldlega samtals stórnotandi. Orkuþörfin verður því umtalsverð en ýmislegt er óljóst, þó sérstaklega varðandi orkuskipti í flugi og fiskiskipum. Aðal óvissan í þeim flokkum er hvaða eldsneyti mun taka við, hvenær slík orkuskipti verða raunhæf og ekki síst hver kostnaðurinn verður. Fyrir vegasamgöngur blasir við allt önnur mynd. Orkuskiptin þar eru nú þegar hafin og flest bendir til að bein nýting raforku í gegnum rafhlöður geti mætt stærstum hluta af þeirri orkuþörf sem nauðsynleg er fyrir full orkuskipti í þeim flokki. Orkuþörf vegasamgangna Til að mæta orkuþörf vegasamgangna í dag þarf að flytja inn rúmlega 300 þúsund tonn af olíu á ári. Með einföldun má segja að þetta samsvari tæplega 3500 GWh sem er gríðarlega mikil orka.Til samanburðar þá er orkuvinnslugeta Kárahnjúkavirkjunar, langstærstu virkjunar landsins, 4800 GWh. En það merkilega við rafvæðingu samgangna er sú staðreynd að rafbílar eru þrisvar til fjórum sinnum orkunýtnari en olíuknúin farartæki. Þessi staðreynd ein og sér ætti í raun að duga til að sannfæra alla um mikilvægi og skynsemi rafvæðingar í samgöngum. Ef í boði væri tækni fyrir bensín- og dísilbifreiðar, sem myndi minnka innflutningsþörf á olíu um 2/3, væri líklega löngu búið að lögbinda innleiðingu á slíkri tækni. Það er nefnilega ekki bara mikilvægt að skipta um orkugjafa heldur þurfum við líka að minnka orkuþörf á heimsvísu. Því má segja að sú staðreynd að rafvæðing vegasamgangna feli líka í sér skipti yfir í innlendan orkugjafa, sem losar ekki gróðurhúsalofttegundir eða heilspillandi mengun, sé bara bónus ofan á bætta orkunýtni. Með öllum fyrirvörum má með einföldun segja að full rafvæðing farartækja miðað við núverandi olíunotkun þurfi því einungis um 1200 GWh í stað 3500 GWh. Þetta er gróft mat á orkuþörf en hvað með virkjanir? Aflþörf Það er mun erfiðara að meta aflþörf en orkuþörf fyrir orkuskipti vegasamgangna. Hafa verður í huga að rafvædd farartæki eru ekki bara orkunýtin heldur geta þau líka aðlagað sig að aflgetu raforkukerfisins að nokkru leyti. Á opnum fundi Landsvirkjunar um aflstöðu og vindorku kom fram að dagsveiflur aflnotkunar í almenna raforkukerfinu væru um 200 MW. Þetta þýðir að allt að 200 MW eru ekki nýtt þegar eftirspurnin er hvað minnst eins og á næturnar og um helgar. Þarna er hægt að nýta kosti rafbíla til að nýta kerfið betur án þess að þurfa að virkja fyrir alla aukanotkun þeirra. Með því að fá rafbílaeigendur til að færa hleðslutíma sinn að miklu leyti yfir á þann tíma sem svigrúm er í kerfinu er hægt að spara mikla aflþörf og nýta kerfið betur. En svo er líka árstíðarsveifla í kerfinu sem er líka um 200 MW þ.e. aflþörfin í kerfinu er um 200 MW meiri í desember en júlí. Það rímar ljómandi vel við árstíðarumferðarsveiflur því að samkvæmt Vegagerðinni er allt að tvöfalt meiri umferð um hringveginn í júlí en í desember. Raforkuþörf rafbíla verður þannig meiri á sumrin þegar raforkukerfið hefur hvað mest afl til reiðu. Að lokum má aðeins líta til framtíðar þar sem rafhlöður í rafbílum geta virkað sem orkugeymslur. Í framtíðinni er því möguleiki að virkja þriðja afljöfnunarkost rafbíla sem er að jafna raforkuframleiðslu og notkun að hluta með hjálp rafbíla. Þeir geta spilað smá hlutverk í að taka á óhagkvæmum afltoppum. Það má því nota rafvæðingu samgangna til að jafna orkuþörf að hluta og fá betri aflnýtingu í kerfið. En hvað með raforkuflutninga og dreifingu? Raforkuflutningur og dreifing Eins og flestir vita er raforkureikningur landsmanna samansettur af raforkuframleiðslu annars vegar og flutningi og dreifingu hinsvegar. Um helmingur raforkuverðs er því kostnaður við flutning og dreif-ingu raforku og þar gilda svolítið aðrar breytur en hrein markaðslögmál. Það má líkja þessu við heimsendar pítsur. Ef þú pantar pítsu þá þarf að baka eina pítsu og senda einn bíl með pítsuna. Þú greiðir fyrir pítsu og flutning. Ef þú pantar hinsvegar fimm pítsur fyrir stórveislu á sama tíma, þá þarf vissulega að baka fimm pítsur en það er nóg að senda bara einn bíl. Framleiðslukostnaður er sem sagt sá sami á hverja pítsu en flutningskostnaður verður auðvitað minni, vegna þess að allar pítsurnar komast fyrir í einum bíl. Sama gildir um rafbíla þ.e. raforkuþörf þeirra rúmast oftast innan raflínukerfisins sem fyrir er. Það er ekki víst að pítsufyrirtækið lækki sendingarkostnað við þessa fimm pítsu hagræðingu og mögulega hirða þeir ágóðann. Það gilda hinsvegar önnur lögmál um flutningafyrirtæki raforku. Flutn-ings- og dreififyrirtæki raforku eru háð sérleyfi sem þýðir að þau hafa lögbundin tekjumörk. Með einföldum hætti má segja að ef tekjur þeirra aukast umfram viðhalds- og uppbyggingarþörf þá ber þeim að lækka verð á flutningi. Með öðrum orðum þá mun betri nýting raflína, með tilkomu rafbíla, lækka raforkuverð til lengri tíma. Það er ljóst að orkuþörf rafbíla verður talsverð í komandi orkuskiptum en samt minni en margur heldur. Eins er ljóst að rafvædd faratæki geta með ýmsum hætti verið afar heppilegur kúnni í kerfinu. Orkunýtni og sveigjanleiki rafbíla mun auðvelda mjög orkuskipti í vegasamgöngum. Í umræðum um orkuþörf er líka nauðsynlegt að huga að því hvernig mæta á orkuþörf fyrir tugþúsundir nýbygginga og hundruð nýrra fyrirtækja sem þurfa líklega að rísa á næstu áratugum með tilheyrandi orkuþörf og fjárfestingum í dreifikerfum. Höfundur er sviðsstjóri hjá Orkustofnun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun