Tíu eftirréttir sem tilvalið er að prófa um páskana Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 7. apríl 2023 11:00 Á Vísi er að finna fjölmargar uppskriftir af gómsætum eftirréttum. Samsett Páskahátíðin er gengin í garð með tilheyrandi matarboðum og kræsingum. Páskalambið er löngu orðið að fastri hefð hjá mörgum en eftirrétturinn á það til að flækjast fyrir fólki. Vísir hefur í gegnum árin birt ótal margar uppskriftir frá hinum ýmsu matgæðingum. Það er því vel við hæfi að taka saman nokkrar vel valdar uppskriftir af gómsætum eftirréttum sem er tilvalið að prófa nú um páskana. Páskaterta Alberts og Bergþórs Gleðigjafarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Hefðin er sú að Bergþór bakar tertuna og Albert birtir síðan uppskriftina á blogginu sínu. Árið 2021 var það Dísudraumur sem varð fyrir valinu. Páskasmákökur Elenoru Á síðasta ári sýndi bakarinn Elenora Rós einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum. Í uppskriftinni er að finna litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir ættu að kannast við. Einföld súkkulaðimús Ef það er eitthvað eitt sem er hægt að treysta á í þessu lífi, þá er það að hún Eva Laufey veit hvað hún syngur þegar kemur að girnilegum eftirréttum. Árið 2019 kenndi hún landsmönnum að gera þessa einföldu en bragðgóða súkkulaðimús. Oreo ostakökueftirréttur Í þáttunum Matarboð með Evu fékk Eva Laufey skemmtikraftinn Evu Ruzu til liðs við sig. Þær nöfnur göldruðu meðal annars fram þennan girnilega en ofureinfalda Oreo ostakökueftirrétt. Gómsæt Pavlova Hver elskar ekki góða Pavlovu? Maregnseftirrétturinn vinsæli sem kenndur er við ballerínuna Önnu Pavlovu. Í sérstökum páskaþætti af Matargleði Evu galdraði Eva Laufey fram heila páskamáltíð og þar á meðal gómsæta Pavlovu, sem er hinn fullkomni páskaeftirréttur. Bananatriffli á 15 mínútum Fyrir þá sem hafa lítinn tíma getur þessi einfaldi eftirréttur bjargað matarboðinu. Hér sýnir Eva Laufey hvernig hægt er að galdra fram ómótstæðilegt bananatriffli með saltaðri karamellusósu á aðeins 15 mínútum. Grilluð eplabaka Heit eplabaka er eftirréttur sem fær sennilega flesta til þess að fá vatn í munninn. Hér má finna uppskrift af einni slíkri sem hægt er að skella á grillið. Bakan er svo borin fram með karamellusósu. Til þess að setja punktinn yfir i-ið er svo auðvitað tilvalið að bjóða upp á vanilluís með. Frönsk súkkulaðikaka Hin klassíska franska súkkulaðikaka hittir alltaf í mark. Hér fyrir neðan má finna uppskrift af einni slíkri frá matarbloggaranum Berglindi Guðmundsdóttur. Döðlukaka með karamellusósu Þeir sem hafa smakkað þessa vita að hér er um að ræða algjöra bombu. Kakan er svo toppuð með „heimsins bestu karamellusósu“ og borin fram með rjóma eða ís. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Í þættinum Í eldhúsi með Evu sýndi Eva Laufey hvernig töfra mætti fram ítalskan vanillubúðing með ástaraldinsósu. Þetta er eftirréttur sem mun heilla matarboðsgesti upp úr skónum og fær þig til þess að líta út eins og meistarakokk. Athugið að búðingurinn þarf að standa í kæli í tvær til þrjár klukkustundir og því þarf að hefjast handa tímanlega. Eftirréttir Páskar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Vísir hefur í gegnum árin birt ótal margar uppskriftir frá hinum ýmsu matgæðingum. Það er því vel við hæfi að taka saman nokkrar vel valdar uppskriftir af gómsætum eftirréttum sem er tilvalið að prófa nú um páskana. Páskaterta Alberts og Bergþórs Gleðigjafarnir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Hefðin er sú að Bergþór bakar tertuna og Albert birtir síðan uppskriftina á blogginu sínu. Árið 2021 var það Dísudraumur sem varð fyrir valinu. Páskasmákökur Elenoru Á síðasta ári sýndi bakarinn Elenora Rós einfalda og ljúffenga uppskrift að súkkulaðibitakökum. Í uppskriftinni er að finna litlu súkkulaðieggin vinsælu sem flestir ættu að kannast við. Einföld súkkulaðimús Ef það er eitthvað eitt sem er hægt að treysta á í þessu lífi, þá er það að hún Eva Laufey veit hvað hún syngur þegar kemur að girnilegum eftirréttum. Árið 2019 kenndi hún landsmönnum að gera þessa einföldu en bragðgóða súkkulaðimús. Oreo ostakökueftirréttur Í þáttunum Matarboð með Evu fékk Eva Laufey skemmtikraftinn Evu Ruzu til liðs við sig. Þær nöfnur göldruðu meðal annars fram þennan girnilega en ofureinfalda Oreo ostakökueftirrétt. Gómsæt Pavlova Hver elskar ekki góða Pavlovu? Maregnseftirrétturinn vinsæli sem kenndur er við ballerínuna Önnu Pavlovu. Í sérstökum páskaþætti af Matargleði Evu galdraði Eva Laufey fram heila páskamáltíð og þar á meðal gómsæta Pavlovu, sem er hinn fullkomni páskaeftirréttur. Bananatriffli á 15 mínútum Fyrir þá sem hafa lítinn tíma getur þessi einfaldi eftirréttur bjargað matarboðinu. Hér sýnir Eva Laufey hvernig hægt er að galdra fram ómótstæðilegt bananatriffli með saltaðri karamellusósu á aðeins 15 mínútum. Grilluð eplabaka Heit eplabaka er eftirréttur sem fær sennilega flesta til þess að fá vatn í munninn. Hér má finna uppskrift af einni slíkri sem hægt er að skella á grillið. Bakan er svo borin fram með karamellusósu. Til þess að setja punktinn yfir i-ið er svo auðvitað tilvalið að bjóða upp á vanilluís með. Frönsk súkkulaðikaka Hin klassíska franska súkkulaðikaka hittir alltaf í mark. Hér fyrir neðan má finna uppskrift af einni slíkri frá matarbloggaranum Berglindi Guðmundsdóttur. Döðlukaka með karamellusósu Þeir sem hafa smakkað þessa vita að hér er um að ræða algjöra bombu. Kakan er svo toppuð með „heimsins bestu karamellusósu“ og borin fram með rjóma eða ís. Ítalskur vanillubúðingur með ástaraldinsósu Í þættinum Í eldhúsi með Evu sýndi Eva Laufey hvernig töfra mætti fram ítalskan vanillubúðing með ástaraldinsósu. Þetta er eftirréttur sem mun heilla matarboðsgesti upp úr skónum og fær þig til þess að líta út eins og meistarakokk. Athugið að búðingurinn þarf að standa í kæli í tvær til þrjár klukkustundir og því þarf að hefjast handa tímanlega.
Eftirréttir Páskar Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira