Löng bið í langtímahúsnæði fyrir neyslurými Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 5. apríl 2023 00:00 Heiða segir að neyslurými hafi sannað gildi sitt. Vísir/Sigurður Biðin eftir neyslurými í langtímahúsnæði verður líklegast talin í mánuðum en ekki vikum. Þetta segir formaður velferðarráðs. Neyslurýmið hafi sannað gildi sitt og heilbrigðisyfirvöld verði að sjá til þess að þessi mikilvæga þjónusta verði í boði Fjallað var um lokun neyslurýmisins ylju í kvöldfréttum okkar í gær og var meðal annars rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttir sem hefur miklar og þungar áhyggjur af stöðunni. Sé þjónustan ekki starfandi í einhvern tíma verði afleiðingarnar óábyrgari neysla, meiri líkur á ofskömmtun, fleiri sýkingar og að óhreinum búnaði sé ekki fargað með réttum hætti með tilheyrandi hættu fyrir almenning. Ekkert neyslurými er nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Formaður velferðarráðs segir stöðuna ekki góða. „Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík. Hins vegar höfum við haft opið neyslurými í heilt ár sem var ákveðið tilraunaverkefni sem við í velferðarráði Reykjavíkur sóttumst eftir og börðumst fyrir og fengum áheyrn frá heilbrigðisráðherra. Ég held að það neyslurými hafi sannað gildi sitt og mikilvægi.“ Tilbúin að gera allt Það gæti tekið langan tíma að finna fast húsnæði. „Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera. Ég heyri ekki annað en að heilbrigðisráðherra sé mjög áfram um að það opni hér neyslurými og sé að opna á ýmsa aðra þjónustu. Við erum tilbúin að gera allt sem við getum. Borgarfulltrúar í Reykjavík séu einhuga um þetta.“ Það sé þó ríkið sem beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess. Þetta er samt auðvitað ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.“ Fíkn Heilbrigðismál Borgarstjórn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Fjallað var um lokun neyslurýmisins ylju í kvöldfréttum okkar í gær og var meðal annars rætt við Maríönnu Sigtryggsdóttir sem hefur miklar og þungar áhyggjur af stöðunni. Sé þjónustan ekki starfandi í einhvern tíma verði afleiðingarnar óábyrgari neysla, meiri líkur á ofskömmtun, fleiri sýkingar og að óhreinum búnaði sé ekki fargað með réttum hætti með tilheyrandi hættu fyrir almenning. Ekkert neyslurými er nú starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Formaður velferðarráðs segir stöðuna ekki góða. „Staðan akkúrat í dag er auðvitað ekki ákjósanleg þar sem það er ekki opið neyslurými í Reykjavík. Hins vegar höfum við haft opið neyslurými í heilt ár sem var ákveðið tilraunaverkefni sem við í velferðarráði Reykjavíkur sóttumst eftir og börðumst fyrir og fengum áheyrn frá heilbrigðisráðherra. Ég held að það neyslurými hafi sannað gildi sitt og mikilvægi.“ Tilbúin að gera allt Það gæti tekið langan tíma að finna fast húsnæði. „Mér finnst það mjög líklegt að við séum að horfa á mánuði frekar en vikur og ég held við þurfum að anda að okkur þá og bíða eftir því og sjá hvað aðilar gera. Ég heyri ekki annað en að heilbrigðisráðherra sé mjög áfram um að það opni hér neyslurými og sé að opna á ýmsa aðra þjónustu. Við erum tilbúin að gera allt sem við getum. Borgarfulltrúar í Reykjavík séu einhuga um þetta.“ Það sé þó ríkið sem beri ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. „Ef við getum orðið til aðstoðar og hjálpar og orðið til þess að þetta opni hér þá erum við tilbúin til þess. Þetta er samt auðvitað ekki eitt af lögbundnum verkefnum sveitarfélaga.“
Fíkn Heilbrigðismál Borgarstjórn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira