Enginn Fantasy leikur fyrir kvennadeildina: „Besta-deild karla kemst ekki í top 30“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2023 12:00 Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar í Bestu-deild kvenna og íslenska landsliðsins, er ekki sátt við ákvörðun ÍTF (Íslensks Toppfótbolta) um að hafa aðeins Fantasy leik fyrir Bestu-deild karla en engann fyrir Bestu-deild kvenna. Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni. Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Greint var frá því á Fótbolti.net í gær að Fantasy leikur fyrir Bestu-deild karla myndi fara í loftið í dag þar sem spilarar velja sín draumalið skipuð leikmönnum deildarinnar. Leikmenn safna svo stigum fyrir ýmis atriði, svo sem mörk, stoðsendingar og að halda hreinu. ÍTF sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem samtökin greina frá ástæðu þess að aðeins verði haldið úti Fantasy leik fyrir karladeildina í ár, en kvennadeildin sitji á hakanum. Í yfirlýsingu ÍTF kemur fram að leikurinn verði keyrður á lifandi tölfræði frá gagnafyrirtækinu Opta - Stats Perform sem sé leiðandi á sviði íþróttagagna í heiminum. Þau gögn séu hins vegar ekki til fyrir Bestu-deild kvenna og því sé ekki hægt að bjóða upp á Fantasy leik fyrir deildina. Tweets by Toppfotbolti Íris Dögg birti svo færslu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hún virðist ekki sátt við ákvörðun ÍTF. Hún bendir á að þegar skoaður sé listi yfir sterkustu deildir Evrópu sé Besta-deild kvenna mun ofar í kvennaboltanum en Besta-deild karla í karlaboltanum. „Allt mjög áhugavert sérstaklega þegar Besta-deild kvenna er í 16. sæti á Evrópulistanum og Besta-deild karla kemst ekki í top 30!!“ segir Íris á Facebook-síðu sinni. Facebook-færslan sem Íris birti í morgun.Skjáskot Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ÍTF sætir gagnrýni fyrir misræmi í umfjöllun um karla- og kvennadeildirnar sem nú eru í þann mund að hefjast. Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna höfðu til að mynda ýmislegt út á auglýsingu ÍTF fyrir deildirnar að setja þar sem samtökunum þykir halla verulega á þátttöku leikmanna kvennadeildarinnar í auglýsingunni.
Besta deild kvenna Besta deild karla Tengdar fréttir „Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
„Þá þurfum við að spyrja okkur hvort við séum virkilega að auglýsa báðar deildir“ „Auglýsingin er skemmtileg, það er alveg á hreinu en þegar við horfum á þetta með kynjagleraugunum sjáum við að það hallar verulega á konur í þessari auglýsingu,“ segir Rebekka Sverrisdóttir, varaforseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna um nýja auglýsingu Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. 4. apríl 2023 08:01