Leigusalar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2023 20:01 Sanna Magdalena segir leigusala nýta sér slæma stöðu fólks sem býr í atvinnuhúsnæði. Vísir/Arnar Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu. Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“ Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Eldur kviknaði í íbúðarherbergi í atvinnuhúsnæði á Höfða í gær. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var þó nokkuð mikill og eyðilagði herbergið. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem eldur kemur upp í Funahöfða 17a. Slökkviliðið hefur um nokkurt skeið haft eftirlit með húsnæðinu, sem er ekki skráð íbúðarhúsnæði Sextíu eru nú skráðir til heimilis í Funahöfða 17a en íbúðirnar um helmingi færri en það. Leigufélagið sem leigir út herbergin, Leiguherbergi ehf., leigir jafnframt út herbergi í Funahöfða 19, Dalshrauni 13 í Hafnarfirði og Smiðjuvegi 68-72 í Kópavogi. Allt er það skráð atvinnuhúsnæði. „Húsnæðiskerfið er ónýtt, það er ekki að þjóna þeim sem þurfa á húsnæði að halda og við sjáum að neyðin er mikil og það er ekki verið að byggja fyrir fólk í neyð,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Enn í sömu eigu og 2014 Fjallað var um slæman aðbúnað leigjenda í Funahöfða 17a í þáttunum Brestum, sem voru á dagskrá Stöðvar 2 árið 2014. Lýstu þá leigjendur hræðilegum aðbúnaði og slæmri framkomu leigusala. Húsnæðið var þá og er í eigu félagsins Atlas Holding ehf. en er nú rekið af Leiguherbergjum. Stefán Kjærnested, eigandi Atlas Holding, segir í samtali við fréttastofu að engar athugasemdir hafi borist frá Slökkviliðinu um skort á brunavörnum eftir gærdaginn. Hann hafi ekki vitað til þess að húsnæðið væri í sérstöku eftirlitið hjá Slökkviliði, eins og greint var frá í hádegisfréttum í dag. Hann vildi ekki tjá sig meira vegna málsins. „Það er mjög leiðinlegt og hræðilegt að vita til þess að leigusalar séu að nýta sér slæma stöðu þeirra sem eru í atvinnuhúsnæði og eru að reyna að koma sér í öruggt skjól,“ segir Sanna. Enn eigi það við að tala um húsnæði sem þetta sem fátækrahverfi Reykjavíkur. Verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða. „Þeir eru að greiða mjög hátt verð fyrir herbergi með sameiginlegri aðstöðu og eru síðan jafnvel að flytja og fá ekki trygginguna til baka. Þrátt fyrir að þeir hafi ekki gert neitt rangt og eigi að fá þessa tryggingu.“
Húsnæðismál Slökkvilið Reykjavík Leigumarkaður Tengdar fréttir Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31 Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Húsnæðið ósamþykkt og slökkvilið gert athugasemdir við brunavarnir Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft augu með íbúðarhúsnæði í atvinnuhúsnæði við Funahöfða, þar sem eldur kom upp í gær. Íbúðarhúsnæðið er ósamþykkt og sextíu skráðir þar til húsa, þrátt fyrir að um þrjátíu leiguherbergi séu í húsinu. 5. apríl 2023 12:31
Slökkvilið kallað út vegna elds við Funahöfða Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í húsi við Funahöfða í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 11:30. 4. apríl 2023 11:56