Fótbolti

Lampard tekinn við Chelsea á ný

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frank Lampard mun taka við stjórnartaumunum hjá Chelsea í dag.
Frank Lampard mun taka við stjórnartaumunum hjá Chelsea í dag. Catherine Ivill/Getty Images

Frank Lampard er tekinn við sem bráðabirgðastjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea.

Félagið greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag, en Graham Potter var rekinn frá félaginu síðastliðinn sunnudag eftir enn eitt tap liðsins.

Lampard tekur við stjórnartaumunum út tímabilið, en Chelsea mun í kjölfarið leita að nýjum þjálfara til að stýra liðinu á næsta tímabili.

Lampard var leikmaður Chelsea stærstan hluta leikmannaferils síns og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hann tók einnig við sem þjálfari liðsins í júlí árið 2019, en var látinn fara í janúar 2021 eftir slakt gengi liðsins.

Hann var síðast þjálfari Everton, en var látinn fara þaðan í janúar á þessu ári. Lampard tekur við Chelsea í 11. sæti deildarinnar með 39 stig eftir 29 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×