Kaldasti marsmánuður í rúm 40 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. apríl 2023 12:15 Veturinn lék Íslendinga grátt og beit kuldinn sérstaklega fast í mars. Vísir/Vilhelm Síðastliðinn marsmánuður var sá kaldasti í rúm fjörutíu ár, eða síðan 1979 og einkenndist hann af stöðugum norðaustlægum áttum. Nýafstaðinn vetur var jafnframt sá kaldasti síðan veturinn 1994 til 1995. Veðurfræðingur segir veturinn hafa verið óvenjulegan fyrir þær sakir hvað hann var kaflaskiptur og hvað hann einkenndist af löngum kuldaköflum. Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar kemur fram að meðalhiti í byggðum landsins í mars hafi verið rúmlega þremur stigum undir meðallagi. Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir hve mikið kaldara var í undanförnum marsmánuði en að meðaltali.Veðurstofan Samfelld kuldatíð ríkti frá sjötta til 28. mars en kaldast var á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar að auki var mjög úrkomusamt á Austfjörðum í lok mánaðar og töluverð snjóþyngsli. Fjöldi snjó- og krapaflóða féllu þar í lok mánaðar, þau stærstu í Neskaupstað. Á þessu tímabili var hins vegar óvenju þurrt og sólríkt á Suðvesturlandi. Í Reykavík var um að ræða bæði næstþurrasta og næstsólríkasta marsmánuð frá upphafi mælinga. Veturinn í heild sinni var mjög sólríkur í Reykjavík og hefur hann ekki verið jafnsólríkur síðan 1947. Kaldasta sex vikna tímabil frá Frostavetrinum mikla Þessi kaldi marsmánuður markaði sömuleiðis endalok kaldasta vetrar síðan 1995. Eftir mjög hlýjan nóvembermánuð hófst nær samfelld kuldatíð á landinu sem stóð frá sjöunda desember til nítjánda janúar. Kuldatíðin var sérstaklega mikil á suðvesturhorninu, og voru þessar sex vikur þær köldustu í Reykjavík síðan 1918. Þá segir enn fremur í tilkynningunni „Á þessu tímabili var þrýstingur sérlega hár, vindur hægur og það var óvenju þurrt og bjart, sérstaklega suðvestanlands. Það var umhleypingasamt seinni hluti janúar og í febrúar. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan febrúar. Ástandið var verst á vestanverðu landinu þar sem ár flæddu víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig eftir kuldatíðina fyrr um veturinn.“ Í samtali fréttastofu við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, sagði hann að veturinn hafi verið óvenjulegur miðað við hvað hann hefur verið ofboðslega kaflaskiptur og sökum langra kuldakafla. Þó mars hafi verið kaldur segir hann að í apríl séum við búin að fá hlýja dag. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1. desember 2022 08:30 Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3. apríl 2023 14:13 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Veðurstofunnar kemur fram að meðalhiti í byggðum landsins í mars hafi verið rúmlega þremur stigum undir meðallagi. Kort af vef Veðurstofunnar sem sýnir hve mikið kaldara var í undanförnum marsmánuði en að meðaltali.Veðurstofan Samfelld kuldatíð ríkti frá sjötta til 28. mars en kaldast var á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar að auki var mjög úrkomusamt á Austfjörðum í lok mánaðar og töluverð snjóþyngsli. Fjöldi snjó- og krapaflóða féllu þar í lok mánaðar, þau stærstu í Neskaupstað. Á þessu tímabili var hins vegar óvenju þurrt og sólríkt á Suðvesturlandi. Í Reykavík var um að ræða bæði næstþurrasta og næstsólríkasta marsmánuð frá upphafi mælinga. Veturinn í heild sinni var mjög sólríkur í Reykjavík og hefur hann ekki verið jafnsólríkur síðan 1947. Kaldasta sex vikna tímabil frá Frostavetrinum mikla Þessi kaldi marsmánuður markaði sömuleiðis endalok kaldasta vetrar síðan 1995. Eftir mjög hlýjan nóvembermánuð hófst nær samfelld kuldatíð á landinu sem stóð frá sjöunda desember til nítjánda janúar. Kuldatíðin var sérstaklega mikil á suðvesturhorninu, og voru þessar sex vikur þær köldustu í Reykjavík síðan 1918. Þá segir enn fremur í tilkynningunni „Á þessu tímabili var þrýstingur sérlega hár, vindur hægur og það var óvenju þurrt og bjart, sérstaklega suðvestanlands. Það var umhleypingasamt seinni hluti janúar og í febrúar. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan febrúar. Ástandið var verst á vestanverðu landinu þar sem ár flæddu víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig eftir kuldatíðina fyrr um veturinn.“ Í samtali fréttastofu við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, sagði hann að veturinn hafi verið óvenjulegur miðað við hvað hann hefur verið ofboðslega kaflaskiptur og sökum langra kuldakafla. Þó mars hafi verið kaldur segir hann að í apríl séum við búin að fá hlýja dag.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1. desember 2022 08:30 Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3. apríl 2023 14:13 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54
Engin hitamet þrátt fyrir hlýjasta nóvember á öldinni Nóvembermánuður var sá hlýjasti í Reykjavík og Akureyri á þessari öld. Á hvorugum staðnum var þó slegið met yfir hlýjasta nóvember frá upphafi mælinga. 1. desember 2022 08:30
Veturinn sá kaldasti í Reykjavík í hátt í þrjátíu ár Fjórir vetrarmánuðirnir í Reykjavík voru þeir köldustu á þessari öld og hefur vetur ekki verið kaldari frá vetrinum 1994 til 1995. Marsmánuður var ennfremur sá þurrasti í meira en hálfa öld. 3. apríl 2023 14:13