„Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 6. apríl 2023 15:32 Aflífa þarf nærri sjö hundruð kindur. Vísir/Vilhelm Vinna er hafin við að slátra öllu fé frá bænum Bergsstöðum í Miðfirði en þar kom upp staðfest tilfelli riðu síðastliðin mánudag. Yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkið tímafrekt enda smithætta mikil. Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“ Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hafist hefur verið handa við að skera féð en í heildina þarf að aflífa rétt um sjö hundruð kindur. Þá er ótalið allt það verk sem felst í sótthreinsun, jarðvegsskiptum og annarri vinnu sem þarf að sinna svo hægt verði að stunda búskap aftur á bænum, en það gæti tekið mörg ár. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir verkefnin margvísleg. „Það byrjaði í gær. Við þurfum að áfangaskipta þessu og það þarf að sjá hvernig til tekst hversu langan tíma þetta tekur. Allur undirbúningur er viðamikill og þarf að ná til allra þátta og allt þarf að ganga upp. Svo þarf fyrirtækið Kalka, sem brennir öll hræin, að vera búið að klára verkið svo hægt sé að halda áfram.“ Fénu verður slátrað við sláturhús, en ekki inni í sláturhúsinu sjálfu. „Féð er flutt af bænum og farið með það að sláturhúsinu á Hvammstanga. Það fer ekki inn í sláturlínuna heldur er það aflífað og svo þarf að taka sýni úr heila. Þannig að þetta er verk sem þarf að fara í gegnum og síðan fer þetta í gáma og er flutt suður til Kölku.“ Mikið hreinsunarstarf sé framundan. „Það fer af stað heilmikil hreinsun og hreinsunaraðgerðir þegar féð er farið. Þá þarf að fjarlægja það sem er ekki hægt að þrífa og sótthreinsa. Smitefnið þolir nær öll sótthreinsiefni, en það er einna helst klór sem efnið þolir ekki. Síðan þarf að skipta um jarðveg og farga töluvert miklu.“ Sigurborg segir að það sé alltaf leiðinlegt þegar þarf að slátra fé. „Það er andstyggilegt að fara í þessar aðgerðir en það er nauðsynlegt að gera þetta til þess að stemma stigu við þessum sjúkdómi. Hann berst til Íslands árið 1874 og dreifði sér hratt um og olli miklu búsifjum og miklum dauða. Þessi sjúkdómur endar alltaf með dauða.“
Dýraheilbrigði Dýr Húnaþing vestra Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira