Lampard segir Mount vera lykilmann fyrir Chelsea Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2023 22:30 Frank Lampard fylgist með Mason Mount á æfingu Chelsea í dag. Vísir/Getty Frank Lampard tók við sem bráðabirgðastjóri hjá Chelsea í dag og var ekki lengi að hrósa Mason Mount en síðustu daga hefur verið rætt að Mount gæti verið á leið frá Stamford Bridge í sumar. Chelsea rak Graham Potter á dögunum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Frank Lampard var síðan í dag ráðinn knattspyrnustjóri út tímabilið en hann var einmitt rekinn frá Chelsea fyrir tæpum tveimur árum síðan. Luis Enrique er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Lundaúnaliðinu. Tækifæri Mount síðustu vikurnar hafa hins vegar verið af skornum skammti en samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hafa samningaviðræður um nýjan samning gengið brösuglega. Mount hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga og rætt að Jurgen Klopp vilji ólmur fá Mount til að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool á næsta tímabili. Þegar Frank Lampard var áður knattspyrnustjóri Chelsea var Mason Mount einn af hans uppáhaldsleikmönnum en enginn lék fleiri mínútur undir stjórn Lampard hjá Chelsea. Það kom því fáum á óvart í dag þegar Lampard jós Mount lofi. „Mason hefur alltaf verið frábær leikmaður hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea,“ sagði Lampard á sínum fyrsta blaðamannafundi síðan hann tók við. „Ég veit að hann hefur verið í meiðslaveseni. Ég þarf að tala við hann og sjá hvar hanns tendur, en ég veit hvað ég fæ frá Mason. Hann er lykilmaður fyrir Chelsea.“ Liverpool have held 'positive' talks over a move for Mason Mount, while Manchester United are also interested pic.twitter.com/d25bga593V— GOAL (@goal) April 4, 2023 Þá sagði Lampard einnig að það hefði verið auðveld ákvörðun að snúa aftur þegar tækifærið gafst. „Þetta er mitt félag. Ég ber miklar tilfinningar til þess.“ „Ég kem hingað með þá trú að ég geti hjálpað þar til loka tímabilsins. Ég mun gera mitt allra besta til að færa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja. Það eru miklir hæfileikar í hópnum og ég er spenntur að vinna með þá hæfileika og hjálpa leikmönnunum.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira
Chelsea rak Graham Potter á dögunum eftir aðeins nokkra mánuði í starfi. Frank Lampard var síðan í dag ráðinn knattspyrnustjóri út tímabilið en hann var einmitt rekinn frá Chelsea fyrir tæpum tveimur árum síðan. Luis Enrique er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Lundaúnaliðinu. Tækifæri Mount síðustu vikurnar hafa hins vegar verið af skornum skammti en samningur Mount rennur út sumarið 2024 og hafa samningaviðræður um nýjan samning gengið brösuglega. Mount hefur verið orðaður við Liverpool síðustu daga og rætt að Jurgen Klopp vilji ólmur fá Mount til að styrkja miðsvæðið hjá Liverpool á næsta tímabili. Þegar Frank Lampard var áður knattspyrnustjóri Chelsea var Mason Mount einn af hans uppáhaldsleikmönnum en enginn lék fleiri mínútur undir stjórn Lampard hjá Chelsea. Það kom því fáum á óvart í dag þegar Lampard jós Mount lofi. „Mason hefur alltaf verið frábær leikmaður hjá mér, bæði hjá Derby og Chelsea,“ sagði Lampard á sínum fyrsta blaðamannafundi síðan hann tók við. „Ég veit að hann hefur verið í meiðslaveseni. Ég þarf að tala við hann og sjá hvar hanns tendur, en ég veit hvað ég fæ frá Mason. Hann er lykilmaður fyrir Chelsea.“ Liverpool have held 'positive' talks over a move for Mason Mount, while Manchester United are also interested pic.twitter.com/d25bga593V— GOAL (@goal) April 4, 2023 Þá sagði Lampard einnig að það hefði verið auðveld ákvörðun að snúa aftur þegar tækifærið gafst. „Þetta er mitt félag. Ég ber miklar tilfinningar til þess.“ „Ég kem hingað með þá trú að ég geti hjálpað þar til loka tímabilsins. Ég mun gera mitt allra besta til að færa stuðningsmönnunum það sem þeir vilja. Það eru miklir hæfileikar í hópnum og ég er spenntur að vinna með þá hæfileika og hjálpa leikmönnunum.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Sjá meira