Sergej Milinkovic-Savic og Mattia Zaccagni skoruðu mörk Lazio í leiknum en Adrien Rabiot var á skotskónum fyrir Juventus.
Eftir þennan sigur hefur Lazio 58 stig í öðru sæti deildarinnar en baráttan um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta keppnistímabil er afar jöfn og spennandi.
Roma er í þriðja sæti með 53 stig, AC Milan er sæti neðar með 52 stig og þar á eftir kemur Inter með stigi minna.
Atalanta er svo í sjötta sæti með 48 stig og Juventus í því sjöunda með 44 stig en stig voru dregin af liðinu vegna brota á reglum um fjárhagslega háttvísi fyrr á leiktíðinni.