Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 20:05 Dóra Steinsdóttir er eina af þeim, sem tekur á móti hópum í hellana við Ægissíðu á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu. Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira