Kom í leitirnar eftir sex ár á vergangi Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 19:47 Þrátt fyrir að hafa verið týndur í sex ár er kötturinn gæfur og finnst gott að láta klappa sér. Facebook Köttur sem hvarf fyrir sex árum í Reykjavík birtist í innkeyrslu hjóna í Borgarnesi fyrir tveimur vikum. Þökk sé kattasamfélaginu og störfum Villikatta á Vesturlandi er búið að hafa uppi á eigandanum. Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð. Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Fyrir tveimur vikum birtist soltinn og grindhoraður köttur í innkeyrslu Torfa Karlssonar, bifvélavirkja í Borgarnesi. Hann og kona hans hafa síðan gefið kettinum að borða og reynt að hafa upp á eigandanum. Það tókst loksins í dag og hafði Vísir samband við Torfa til að heyra söguna af kettinum. „Þegar við komum heim eitt kvöldið tók þessi köttur á móti okkur í innkeyrslunni. Við fórum inn fyrst og hún veinaði svo ámátlega að það var enginn friður fyrir henni. Við tíndum til eitthvað drasl fyrir hana að éta og gáfum henni vatn af því hún var alveg skrælnuð og það var mikið frost,“ sagði Torfi um örlagaríka kvöldið fyrir tveimur vikum. Að sögn Torfa var kötturinn mjög illa farinn og eiginlega nær dauða en lífi. „Hún var grindhoruð, ræfilsleg og öll í hársneplum. Hún er síðhærð og loðin svo þetta fer allt í flóka.“ Daginn eftir fór Torfi að kaupa kattamat fyrir hana og reyndi síðan að að finna út úr því hver eigandinn væri. Kattasamfélagið fljótt að finna eigandann Fyrst spurði Torfi Borgnesinga á Facebook hvort einhver kannaðist við köttinn en þar var fátt um svör. Í morgun leitaði hann á náðir Facebook-hópsins Kattavaktin og birti myndir af kettinum. Kötturinn þorði loks inn til þeirra hjóna í dag eftir að hafa forðast það síðastliðnar tvær vikur.Facebook „Þá fór allt af stað, fjöldi fólks fór að reyna að finna út úr því hvernig væri hægt að senda einhvern til mín til að lesa örmerki kattarins með örmerkjaralesara.“ Villikettir á Vesturlandi gátu sent fulltrúa sinn í Borgarnesi til að lesa örmerki kattarins. Að sögn Torfa vissu þau af því að kötturinn hafi verið týndur í langan tíma og gátu síðan fundið út úr því hver réttur eigandi kattarins er. Torfi veit ekki hver eigandinn er en samkvæmt upplýsingum Villikatta býr hún í Reykjavík, er upprunalega úr Borgarnesi en hefur ekki búið þar í fjölda ára. Þá segir hann að kötturinn verði sóttur á morgun af bróður eigandans. Þorði ekki inn en þáði klapp og klór Aðspurður hvernig kötturinn hafi hegðað sér sagði Torfi að hann hafi ekki treyst þeim hjónum nægilega mikið til að koma inn til þeirra fyrr en í dag. Hins vegar sé hún gæf og leyfi fólki að klóra og klappa sér. „Það er upphituð stéttin hjá mér og ég gaf henni mat þar. Síðan fékk ég gamalt kattarbúr sem ég setti við útidyrnar og hún fór inn í nóttinni, hún var fljót að fatta það,“ segir hann. „Hún vildi alltaf koma með okkur inn en um leið og hún kom að dyragættinni þá var eins og hún þekkti sig ekki og hrökklaðist alltaf út aftur,“ bætir hann við. Þá virtist hún vera skelkuð almennt, brá í hvert skipti sem hún heyrði einhver hávær hljóð.
Kettir Dýr Borgarbyggð Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira