Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum fjöllum við um fjárhagsstöðu sveitarfélagsins Árborgar sem er afar slæm.

Við heyrum í bæjarstjóranum um til hvaða aðgerða er hægt að grípa og fáum álit innviðaráðherra á ástandinu í bænum. 

Þá fjöllum við um þau áform Eflingar um að segja sig úr Starfsgreinasambandinu. Formaður SGS segir að slíkt myndi koma sér á óvart en telur það þó ekki dauðadóm fyrir sambandið.

Að auki segjum við frá aðgerðum vegna riðusmitsins í Vestur-Húnavatnssýslu en þar hefur nú allt fé verið fellt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×