Senda Grímseyingum klukkur í stað þeirra sem bráðnuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2023 15:35 Hér má sjá lykilártöl, tilvitnun úr Passíusálmum og nafn gefanda. Hallgrímskirkjusöfnuður í Reykjavík hefur safnað fyrir kirkjuklukkum í nýja Miðgarðakirkju í Grímsey eftir að gamla kirkjan varð eldi að bráð í september 2021. Klukkurnar verða til sýnis í kirkjunni næstu vikurnar. Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu kirkjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852 og voru úr bronsi. Ekkert varð eftir heillegt úr klukkunum nema kólfarnir sem eru úr járni. Myndbandið að neðan náðist kvöldið örlagaríka. Fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna sem stendur til að vígja síðar á árinu. Efnt var til samskota í þremur messum haustið eftir brunann og þá voru haldnir söfnunartónleikar undir heitinu Hljómar frá heimskautsbaugi. Miðgarðakirkja var einkar falleg eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Þá kemur á daginn að á milli Hallgrímssafnaðar og Grímseyingar er ákveðin tenging. Yfirkirkjuvörður Hallgrímskirkju Grétar Einarsson er sonur Einars heitins Einarssonar sem um skeið var djákni í Grímsey og setti mikinn svip á Miðgarðakirkju með listaverkum sínum og handbragði. Grétar Einarsson, kirkuvörður, kemur nýju Grímseyjarklukkunum fyrir í fordyri Hallgrímskirkju.HÞH Fyrir rúmum 50 árum, þegar stóru klukkurnar í Hallgrímskirkju voru pantaðar, var ákveðið að láta gera um leið klukkuspil með 29 bjöllum af mismunandi stærð og tóntegund. Ýmis samtök atvinnurekenda, fyrirtæki og athafnafólk, svo og Kvenfélag Hallgrímskirkju, gáfu allar bjöllurnar. Á einni klukkunni stendur: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. Þar mun vera um að ræða Vigfús Friðjónsson, síldarsaltanda, útgerðar- og athafnamann. Kirkjuklukkurnar sem fara munu til Grímseyjar eru nú komnar til landsins og eru til sýnis í fordyri Hallgrímskirkju fram á sumar eða þar til þær munu hljóma í turni nýrrar kirkju við heimskautsbaug, þegar allt er til reiðu. Klukkurnar eru nýsteypa Konunglegu Eijsbouts klukkusteypunnar í Asten, Hollandi, sem hefur steypt allar klukkur Hallgrímskirkju, smáar sem stórar. Nýju klukkurnar eru úr hágæða bjöllubronsi með innanverðum kólfi úr stáli. Höfuðstokkar, sem leika munu í klukkuási turns nýju kirkjunnar í Grímsey, eru úr galvaniseruðu stáli. Tónn stærri klukkunnar, sem er 37 sentímetrar að þvermáli, er Dís3. Hún vegur um það bil 35 kílógrömm. Tónn minni klukkunnar, sem er 32 sentímetrar að þvermáli, er F3. Hún vegur 32 kílógrömm. Klukkunum verður hringt með reipum upp á gamla mátann til að byrja með en hægt verður að raftengja þær þegar fram líða stundir. Í áletrun á nýju klukkunum er minnt á smíðaár gömlu klukknanna í Grímsey, ennfremur árið sem þær bráðnuðu í eldi, og árið 2023 þegar kirkjuklukkur hljóma á ný. Á nýju klukkunum eru einnig tilvitnanir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kirkjuklukkurnar voru afhjúpaðar og blessaðar eftir guðsþjónustu á páskadagsmorgunn. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, stýrði athöfninni, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur mælti blessunarorð og Grétar Einarsson afhjúpaði kirkjuklukkurnar. Tekið verður á móti framlögum til byggingar nýrrar kirkju í Grímsey á meðan klukkusýningin stendur í Hallgrímskirkju. Grímsey Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Eldurinn var svo mikill að ekki aðeins kirkjan brann heldur bráðnuðu kirkjuklukkurnar. Þær voru merktar árunum 1799 og 1852 og voru úr bronsi. Ekkert varð eftir heillegt úr klukkunum nema kólfarnir sem eru úr járni. Myndbandið að neðan náðist kvöldið örlagaríka. Fram kemur á vef Þjóðkirkjunnar að sóknarnefnd Hallgrímskirkju hafi haft forgöngu um að safna fyrir nýjum kirkjuklukkum í kirkjuna sem stendur til að vígja síðar á árinu. Efnt var til samskota í þremur messum haustið eftir brunann og þá voru haldnir söfnunartónleikar undir heitinu Hljómar frá heimskautsbaugi. Miðgarðakirkja var einkar falleg eins og sjá má í myndbandinu að neðan. Þá kemur á daginn að á milli Hallgrímssafnaðar og Grímseyingar er ákveðin tenging. Yfirkirkjuvörður Hallgrímskirkju Grétar Einarsson er sonur Einars heitins Einarssonar sem um skeið var djákni í Grímsey og setti mikinn svip á Miðgarðakirkju með listaverkum sínum og handbragði. Grétar Einarsson, kirkuvörður, kemur nýju Grímseyjarklukkunum fyrir í fordyri Hallgrímskirkju.HÞH Fyrir rúmum 50 árum, þegar stóru klukkurnar í Hallgrímskirkju voru pantaðar, var ákveðið að láta gera um leið klukkuspil með 29 bjöllum af mismunandi stærð og tóntegund. Ýmis samtök atvinnurekenda, fyrirtæki og athafnafólk, svo og Kvenfélag Hallgrímskirkju, gáfu allar bjöllurnar. Á einni klukkunni stendur: Frá Grímseyingum. Gefandi V.F. Þar mun vera um að ræða Vigfús Friðjónsson, síldarsaltanda, útgerðar- og athafnamann. Kirkjuklukkurnar sem fara munu til Grímseyjar eru nú komnar til landsins og eru til sýnis í fordyri Hallgrímskirkju fram á sumar eða þar til þær munu hljóma í turni nýrrar kirkju við heimskautsbaug, þegar allt er til reiðu. Klukkurnar eru nýsteypa Konunglegu Eijsbouts klukkusteypunnar í Asten, Hollandi, sem hefur steypt allar klukkur Hallgrímskirkju, smáar sem stórar. Nýju klukkurnar eru úr hágæða bjöllubronsi með innanverðum kólfi úr stáli. Höfuðstokkar, sem leika munu í klukkuási turns nýju kirkjunnar í Grímsey, eru úr galvaniseruðu stáli. Tónn stærri klukkunnar, sem er 37 sentímetrar að þvermáli, er Dís3. Hún vegur um það bil 35 kílógrömm. Tónn minni klukkunnar, sem er 32 sentímetrar að þvermáli, er F3. Hún vegur 32 kílógrömm. Klukkunum verður hringt með reipum upp á gamla mátann til að byrja með en hægt verður að raftengja þær þegar fram líða stundir. Í áletrun á nýju klukkunum er minnt á smíðaár gömlu klukknanna í Grímsey, ennfremur árið sem þær bráðnuðu í eldi, og árið 2023 þegar kirkjuklukkur hljóma á ný. Á nýju klukkunum eru einnig tilvitnanir í Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Kirkjuklukkurnar voru afhjúpaðar og blessaðar eftir guðsþjónustu á páskadagsmorgunn. Einar Karl Haraldsson, formaður sóknarnefndar, stýrði athöfninni, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir sóknarprestur mælti blessunarorð og Grétar Einarsson afhjúpaði kirkjuklukkurnar. Tekið verður á móti framlögum til byggingar nýrrar kirkju í Grímsey á meðan klukkusýningin stendur í Hallgrímskirkju.
Grímsey Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent