Þrír mænuskaddaðir ofurhugar fara yfir Vatnajökul Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 11:27 Frá æfingu þremenninganna á Íslandi í nóvember síðastliðnum. Skjáskot ITV Þrír mænuskaddaðir Bretar hefja ferð sína yfir Vatnajökul í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem teymi fatlaðra fjallgöngumanna fer án stuðnings yfir þennan stærsta jökul Evrópu. Breska sjónvarpsstöðin ITV greinir frá þessu. Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu. Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Mennirnir heita Ed Jackson, Darren Edwards og Niall McCann. Allir lentu þeir í alvarlegum slysum og sködduðu á sér mænuna. Í ferðinni safna þeir áheitum fyrir góðgerðafélagið Millimetres to Mountains, sem Jackson kom á fót. En félagið hjálpar fólki að komast yfir stór áföll í lífinu með því að fara í ævintýraferðir. Stefnan er sett á að safna 155 þúsund pundum, eða rúmlega 26 milljón krónum. Þremenningarnir komu til landsins í nóvember síðastliðnum til að æfa sig fyrir gönguna. En einn af þeim, Edwards, er algerlega lamaður fyrir neðan brjóst. Hinir eru með takmarkanir í útlimum. Ruðningskappi skall á sundlaugarbotni Ed Jackson er 34 ára gamall og var atvinnumaður í ruðningi. Spilaði hann meðal annars fyrir hið fornfræga lið Wasps, sem seinna fór í gjaldþrot, og fyrir yngri landslið Englands. Hann skaddaðist á mænu þegar hann dýfði sér ofan í sundlaug í aprílmánuði árið 2017 og lenti á höfðinu á botninum. Jackson var atvinnumaður í ruðningi og spilaði fyrir yngri landslið Englands. Jackson hefur ekki látið fötlunina stöðva sig og hefur meðal annars klifið fjallið Mera Peak í Himalayafjöllunum síðan. 7 maraþon á 7 dögum í 7 heimsálfum Eftir að Jackson slasaðist kynntist hann Edwards og McCann. Edwards slasaðist alvarlega í fjallgöngu í Wales í ágústmánuði árið 2016. Hann féll rúma 10 metra og hefur síðan verið lamaður frá brjósti og niður úr. Edwards er lamaður eftir fjallgönguslys. Rétt eins og Jackson hefur Edwards ekki látið slysið stöðva sig. Fyrr á þessu ári keppti Edwards í 7 maraþonhlaupum með handhjóli á 7 dögum í 7 heimsálfum. Fallhlífarstökk endaði á kletti Niall McCann hryggbrotnaði og skaddaði mænuna í fallhlífarslysi árið 2016. En hann skall á kletti á fjallinu Pen Y Fan í Wales á 80 kílómetra hraða á klukkustund og féll til jarðar. Niall McCann eftir fallhlífarslys árið 2016. McCann er mikill áhugamaður um ævintýraferðir á köldum stöðum og hefur meðal annars farið á skíðum yfir Grænlandsjökul, hjólað yfir Himalayja fjöllin og róið á kanó á Yukon fljótinu í Kanada og Alaska. Ferðin yfir Vatnajökul er hins vegar hans fyrsta síðan hann lenti í slysinu.
Fjallamennska Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira