Ásmundur Einar selur hús sitt í Borgarnesi Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2023 16:19 Þegar Ásmundur Einar flutti að vestan og í Borgarnesið keypti hann húsið sem nú er komið á sölu. Eftir því sem Vísir kemst næst gæti hann fengið 70 milljónir fyrir slotið. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra hefur nú sett einbýlishús sitt á sölu. Gera má ráð fyrir því að hann fái um 70 milljónir fyrir húsið sem er á besta stað í Borgarnesi. Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum. Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Um er að ræða 180 fermetra hús sem stendur við Helgugötu 11, 310 Borgarnesi, á besta stað með góðum garði. Húsið stendur í grennd við grunnskólann á Borgarnesi og ef menn eru áhugasamir um boltann þá má halla sér aftur í klappstól á stórum pallinum og fylgjast með því sem fram fer á fótboltavelli Skallagríms. „Stór sólpallur er með stórbrotnu útsýni yfir Skallagrímsvöll, út á Faxaflóa og vestur á Snæfellsnes,“ segir í lýsingu. Ásmundur Einar hefur verið með húsið í útleigu að undanförnu en Heimildin greindi frá því að Ásmundi hafi láðst að tilgreina það í hagsmunaskráningu þingmanna. Húsið hefur hann leigt út fyrir 400 þúsund krónur á mánuði. Þórarinn Halldór Óðinsson fasteignasali, sem annast söluna á húsinu segir að enn séu ekki komin nein formleg tilboð í húsið en hann segir ekki gáfulegt af sinni hálfu að gefa upp hvers ráðherrann getur vænst fyrir húsið. Eftirgrennslan Vísis leiðir í ljós að miðað við stöðuna á markaði, staðsetningu og ástand hússins megi gera ráð fyrir því að kaupandi þurfi að gefa fyrir húsið 65-70 milljónir. Brunabótamat er 71.760.000 krónur en fasteignamat 49.750.000 krónur. Húsið er járnklætt steinhús, byggt á þremur pöllum og fylgir bílskúr. Framkvæmdir eru hafnar við að breyta honum í leiguhúsnæði. Spurður hvort það sé nokkuð óvarlegt að kalla húsið höll segir Þórarinn fasteignasali þar teflt á tæpasta vað, kominn sé tími á viðhald en húsið geti vissulega orðið höll í réttum höndum.
Fasteignamarkaður Alþingi Borgarbyggð Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira