Fleiri handtökur í Brasilíu í máli Svedda tannar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. apríl 2023 09:49 Verslunarmiðstöðin Barra í Rio þar sem handtakan átti sér stað. Maður var handtekinn síðdegis í gær í borginni Rio de Janeiro, grunaður um aðild að glæpahringnum sem Sverrir Þór Gunnarsson er sakaður um að hafa stýrt. Maðurinn var handtekinn í verslunarmiðstöðinni Barra da Tijuca, í vesturhluta borgarinnar. Brasilískir miðlar greina frá þessu. Samkvæmt upplýsingum frá alríkislögreglunni hafði verið gefin út handtökuskipun á hendur manninum. Hann var einn af þeim sem átti að handtaka í aðgerðinni stóru á miðvikudag, þegar Sverrir var handtekinn ásamt tugum annarra víðs vegar um Brasilíu. Eftir að umræddur maður fannst ekki á miðvikudag var hann eftirlýstur af lögreglunni. Samkvæmt lögreglunni hafa nú allir 7 einstaklingarnir sem grunaðir eru um aðild að málinu í borginni Rio verið handteknir. Annar maður, sem ekki hafði verið til rannsóknar í tengslum við glæpahringinn, var einnig handtekinn í verslunarmiðstöðinni. Var hann sagður „gripinn glóðvolgur“ við glæpsamlega starfsemi án þess að sagt sé hver hún sé. Þeir sem handteknir hafa verið í aðgerðinni, sem alríkislögreglan kallar Match Point, eru grunaðir um víðtækt fíkniefnasmygl til og frá Brasilíu sem og peningaþvætti. Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá alríkislögreglunni hafði verið gefin út handtökuskipun á hendur manninum. Hann var einn af þeim sem átti að handtaka í aðgerðinni stóru á miðvikudag, þegar Sverrir var handtekinn ásamt tugum annarra víðs vegar um Brasilíu. Eftir að umræddur maður fannst ekki á miðvikudag var hann eftirlýstur af lögreglunni. Samkvæmt lögreglunni hafa nú allir 7 einstaklingarnir sem grunaðir eru um aðild að málinu í borginni Rio verið handteknir. Annar maður, sem ekki hafði verið til rannsóknar í tengslum við glæpahringinn, var einnig handtekinn í verslunarmiðstöðinni. Var hann sagður „gripinn glóðvolgur“ við glæpsamlega starfsemi án þess að sagt sé hver hún sé. Þeir sem handteknir hafa verið í aðgerðinni, sem alríkislögreglan kallar Match Point, eru grunaðir um víðtækt fíkniefnasmygl til og frá Brasilíu sem og peningaþvætti.
Brasilía Fíkniefnabrot Íslendingar erlendis Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12 Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35 Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11 Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Sveddi tönn handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum í Brasilíu Íslenskur karlmaður var handtekinn í Brasilíu í morgun í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar í samvinnu við meðal annars íslensku lögregluna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Sverri Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn. 12. apríl 2023 13:12
Ekki hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir Yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra segir ekki vera hægt að útiloka að fleiri Íslendingar verði handteknir í tengslum við rannsókn á streymi fíkniefna frá Brasilíu til Evrópu. Mun það skýrast síðar hvort farið verði fram á framsal á Íslendingi sem var handtekinn í Brasilíu í morgun. 12. apríl 2023 17:35
Tengsl við Afríku og tvær rótgrónar fangelsisklíkur Fíkniefnahringirnir sem Sverrir Þór Gunnarsson og ítalskur karlmaður eru sagðir hafa stýrt í Brasilíu smygluðu ekki aðeins efnum til og frá Evrópu heldur Afríku og annarra landa Suður Ameríku einnig. Þá hafa hringirnir tengsl við tvö alræmd og rótgróin glæpasamtök í fangelsum. 13. apríl 2023 11:11
Ætluðu að handtaka annan Íslending en hann lést í miðri rannsókn Handtökuskipun var gefin út á hendur tveimur Íslendingum í Brasilíu í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir brasilísku lögreglunnar í gær. Annar þeirra, Sverrir Þór Gunnarsson, var handtekinn en hinn maðurinn lést á meðan rannsókn málsins stóð yfir. 13. apríl 2023 20:47