Á vef Matvælastofnunar segir að krafist hafi verið úrbóta en að þeim kröfum hafi ekki verið sinnt. Stofnunin hafi því neyðst til að beita þvingunaraðgerðum.
„Brotin snúa m.a. að því að hreinleika nautgripa er ábótavant, skjól vantar fyrir gripi utandyra og umhverfi utan dyra er þar að auki fullt af drasli með tilheyrandi mengunar- og slysahættu,“ segir á vef Matvælastofnunar.