Harma viðhorf í grein grunnskólakennara Máni Snær Þorláksson skrifar 15. apríl 2023 11:37 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, skrifar yfirlýsingu þar sem sambandið harmar grein grunnskólakennara um málefni trans fólks. Vísir/Vilhelm Kennarasamband Íslands (KÍ) hefur birt yfirlýsingu vegna viðhorfa sem koma fram í skoðanagrein grunnskólakennara. Í greininni var því velt upp hvort Samtökin '78 gerist brotleg við barnaverndarlög. Formaður KÍ segir sambandið fullvisst um að íslenskir kennarar fari eftir jafnréttisáætlun sambandsins. „Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“ Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira
„Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, í yfirlýsingu sem var birt á vefsíðu sambandsins. Um er að ræða grein sem Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari skrifar og birt var í Morgunblaðinu í gær. Í blaðinu var tekið fram að Helga ætti sæti í Vinnuumhverfisnefnd KÍ fyrir hönd grunnskólakennara. Í yfirlýsingu KÍ er tekið fram að hún eigi ekki lengur sæti í nefndinni þar sem breytingar urðu á fulltrúum á síðasta þingi sambandsins. Í yfirskrift greinarinnar spyr Helga hvort Samtökin '78 gerist brotleg við 99. grein barnaverndarlaga með fræðslu fyrir börn um málefni trans fólks. Hún segir að ef foreldri hafi orðið vart við fræðslu sem brýtur í bága við greinina eigi það „umsvifalaust að kvarta til stjórnenda“ og sé vilji til að ganga lengra þá sé hægt að kæra. 99. grein barnaverndarlaga má sjá hér fyrir neðan. Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Samtökin séu öflugir liðsmenn í baráttunni Í yfirlýsingu KÍ er vakin athygli á jafnréttisáætlun sem samþykkt var á þingi KÍ í nóvember síðastliðnum. Þar komi skýrt fram að mismunun sé ekki liðin: „Hvers kyns mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna, kyntjáningar, aldurs, fötlunar, skertrar starfsgetu, heilsufars, þjóðernis, litarháttar, uppruna, trúarbragða, skoðana, menningar eða stöðu að öðru leyti, sem lítilsvirðir eða misbýður einstaklingi eða hópi sem fyrir henni verði, sé ekki liðin. Hvort sem um er að ræða beina eða óbeina mismunun.“ Þá er bent á að á skólamálaþingi sambandsins í október síðastliðnum hafi verið lögð áhersla á hinsegin málefni. „Meðal annars með aðkomu Samtakanna '78 enda mikilvægt að íslenskir kennarar fái öfluga fræðslu um það hvernig við getum bætt líðan hinsegin ungmenna,“ segir í yfirlýsingunni. „Samtökin '78 hafa um langt skeið verið samstarfsaðili skóla þegar kemur að vinnu gegn hvers kyns mismunun barna og ungmenna. Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum. Þar eru fulltrúar Samtakanna '78 öflugir liðsmenn í baráttunni, íslenskum ungmennum til heilla.“
Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Málefni trans fólks Grunnskólar Hinsegin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Sjá meira