Rory skrópaði og varð af 400 milljónum króna Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 15:00 Það gekk ekki vel hjá Rory McIlroy á Masters mótinu. Vísir/Getty Rory McIlroy á ekki sjö dagana sæla. Hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Masters mótinu í golfi um páskahelgina og skróp á RBC mótinu sem hófst á fimmtudag kostar hann stórar upphæðir. Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira
Rory McIlroy freistaði þess á Masters mótinu að ná svokallaðri alslemmu í golfheiminum, það er að vinna sigur á öllum fjórum risamótunum í golfi. Hann vann sigur á US Open árið 2011, PGA meistaramótinu bæði 2012 og 2014 og á opna breska meistaramótinu árið 2013. Masters er því eina risamótið sem hann hefur ekki unnið sigur á. Hann komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn á Augusta vellinum og lauk því keppni eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Þetta virðist hafa slegið McIlroy niður á jörðina því hann mætti ekki til leiks á RBC Classic mótinu sem hófst á fimmtudag. McIlroy var skráður til leiks en ákvað að draga sig úr keppni en mótið fer fram á Town Golf Links vellinum í Suður Karólínu. The PGA Tour is docking Rory McIlroy $3 million of the $12 million he earned from the Player Impact Program (PIP) last year amid his decision to withdraw from RBC Heritage.It's been a rough start to the 2023 Golf Season for Rory.— LIV Golf Nation (@LIVGolfNation) April 13, 2023 Þessi ákvörðun reyndist hins vegar ansi dýr fyrir Norður-Írann. Samkvæmt reglum PGA mótaraðarinnar sem tóku gildi í fyrra má enginn golfari missa af meira en einni keppni í efri flokki. Þetta var í annað sinn á tímabilinu sem McIlroy dregur sig úr slíkri keppni og því refsing óumflýjanleg. Refsingin er í formi peninga sem dregnir verða af þeim bónus sem greiddir eru til vinsælustu leikmannanna á mótaröðinni. Í vikunni var sá bónus McIlroy kominn í nærri 1,6 milljarða króna en nú verða nærri 400 milljónir dregnar af þeirri upphæð. Félagar hans á mótaröðinni virðast þó ekki vorkenna McIlroy neitt sérstaklega. „Rory var í fararbroddi þeirra sem vildu fá þessar breytingar í gegn og var með í ráðum þegar þeim var breytt. Hann þekkir þær vel og vissi við hverju var að búast. Hann á það mikið af peningum að honum er sama um þrjár milljónir dollara,“ sagði Joel Dahmen í viðtali við Sports Illustrated.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn Sjá meira