Frelsið og sparnaðurinn í því að þurfa ekki bíl Ólafur Margeirsson skrifar 17. apríl 2023 08:31 Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Strætó Samgöngur Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég og unnusta mín vorum á Íslandi nýlega í fríi. Þar, líkt og við höfum gert áður, leigðum við bíl til þess að komast á milli staða. Við keyrðum norður en notuðum bílinn einnig innanbæjar á höfuðborgarsvæðinu. Samtal við frænda minn, sem sagðist vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færði honum frelsi til þess að ferðast eins og hann vildi, fékk bæði mig og unnustu mína til að benda á einkabílanotkun væri ekki eins frelsisgefandi og margir e.t.v. halda. Nú er það tiltölulega algengt, sérstaklega vestan hafs, að vera þeirrar skoðunar að einkabíllinn færi eiganda hans aukið frelsi. En við horfum öðruvísi á málið: ég og unnusta mín veljum að eiga ekki bíl hér í Sviss. Við höfum á sama tíma allt það frelsi til þess að ferðast allra okkar ferða eins og við viljum og þurfum. Og við gerum það nær undantekningarlaust með almenningssamgöngum hér í Sviss. Þurfum við á því að halda þá leigjum við bíl, t.d. til þess að fara í IKEA eða svipað og sé heimssending ekki í boði. Ólíkar áherslur landa þegar kemur að samgöngukerfinu Bandaríkin og Ísland eiga það sameiginlegt að vera með afskaplega léleg samgöngumannvirki. Það er varla brúkanleg, ódýr lest til staðar í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu engin á Íslandi. Lítið er lagt í almenningssamgöngur á Íslandi og hið sama gildir í Bandaríkjunum. Þýskaland er annað dæmi um evrópskt land þar sem lítið er lagt í almenningssamgöngur. Og þar, líkt og á Íslandi og í Bandaríkjunum, er bílanotkun mikil. Stundum heyrir maður líka þessa „bílar færa manni frelsi!“ skoðun hjá Þjóðverjum. Í Sviss, þessu sósíalíska bæli, er hins vegar mikið lagt í almenningssamgöngur. Ólíkt Íslandi valdi Sviss að fjárfesta í almenningssamgöngum m.a. með lestar- og strætókerfum sem fara inn í ótrúlegustu afdali landsins. Það er fjarri því að kerfið sé rekið með fargjöldum einum saman en sem dæmi má nefna að hið opinbera lagði SBB, sem er svissneska lestarkerfið, ríflega 5,1 milljarða franka í té árið 2022. Það er um 0,7% af landsframleiðslu Sviss. Það væri svipað og ef ríkissjóður Íslands legði strætó á höfuðborgarsvæðinu um 25 milljarða króna í fé á ári. Raunin var hins vegar að strætó fékk 1,0 milljarð í fjárframlag frá ríkissjóði árið 2022. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bættu svo 4,5 milljörðum við. Fjárframlög hins opinbera til almenningssamgöngukerfisins á Íslandi eru hlægilega lág! Afleiðingar góðra almenningssamgangna Langmest af því fé sem SBB fær frá hinu opinbera hér í Sviss er notað til þess að halda áfram að byggja upp lestarkerfið í Sviss, t.d. með betri og öruggari lestum, fleiri vögnum, tíðari ferðum o.s.frv. Nálgunin þegar kemur að sporvagna- og strætókerfunum er svipuð: fjárfesting hins opinbera fer í að byggja upp getu almenningsamgöngukerfisins til þess að flytja fólk með tíðari hætti og sem víðast. Á sama tíma, einmitt því notkunin á vegakerfinu minnkar þegar fólk hefur annan raunhæfan kost en bíl til þess að komast á milli staða, dregst mjög úr kostnaði við viðhald gatna og annarra innviða er viðkoma bílanotkun. Þessi nálgun gerir það að verkum að við hér í Sviss sem þurfum að ferðast á milli staða höfum frelsi til þess að velja á milli þess að ferðast með bíl eða almenningssamgöngum. Ég og unnusta mín veljum að ferðast með almenningssamgöngum því þær eru góðar og hentugar. Við spörum með því ca. 150.000kr. á mánuði m.v. ef við þyrftum að eiga bíl til þess að komast á milli staða. Við höfum á sama tíma frelsi til þess að eiga og nota bíl, það er enginn sem bannar okkur það. Íslendingar hafa ekki þetta val, þetta frelsi til þess að velja á milli almenningssamgangna og bíls. Vilji þeir komast á milli staða á hentugan hátt þurfa þeir að nota bíl. Ég og unnusta mín lítum ekki þannig á hlutina að telja það frelsi að vera neyddur til þess að þurfa að ferðast á bíl. Vilji fólk á Íslandi auka frelsi sitt þegar kemur að samgöngum er því kjörið að spýta ærlega í þegar kemur að uppbyggingu almenningssamgangna innan borga og bæja sem og milli borga og bæja á Íslandi. Líkt og gert er hér í Sviss. Á sama tíma er líklegt að heimili landsins og skattgreiðendur spari stórar fjárhæðir þegar þörfin á því að eiga bíl og viðhalda dýru gatnakerfi minnkar. Höfundur er hagfræðingur.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun