Innlent

Bein útsending: Ræðir við landsmenn um sjálfbært Ísland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forsætisráðherra ferðast um landið og ræðir við fólk um sjálfbært Ísland.
Forsætisráðherra ferðast um landið og ræðir við fólk um sjálfbært Ísland. Vísir/vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.

Fyrsti fundurinn verður í Hofi á Akureyri í dag og hefst klukkan 16. Streymi frá fundinum er aðgengilegt hér að neðan.

Dagskrá

  • Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Opnunarávarp.
  • Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun hjá HÍ.
  • Eggert Benedikt Guðmundsson, leiðtogi Sjálfbærs Íslands.

Sigurður L. Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs er fundarstjóri.

Að neðan má sjá dagskrána á næstunni.

18. apríl

Salurinn Kópavogi klukkan 16

24. apríl

Hjálmaklettur Borgarnesi klukkan 16

25. apríl

Hótel Selfoss á Selfossi klukkan 16

26. apríl

Vöruhúsið á Höfn klukkan 10

Hótel Hérað á Egilsstöðum klukkan 16

27. apríl

Edinborgarhúsið á Ísafirði klukkan 12

4. maí

Fjarfundur klukkan 14




Fleiri fréttir

Sjá meira


×